Ravíólí með kokteiltómötum og kjúkling

fyrir tvo
1 pakki Rana ravíólí með tómata- og mozzarellafyllingu
8-10 kokteiltómatar
1 hvítlauksgeiri
1 elduð kjúklingabringa (sniðugt að nota afganga, einnig af heilsteiktum kjúkling)
1 tsk söxuð basilíka

 

Hitið ólíufolíu og hitið hvítlauksgeira í henni um stund. Pressið hvítlaukinn létt niður til að ná úr honum safa og veiðið uppúr olíu er hann hefur hlotið létt gylltan lit. Bitið kjúkling niður og yljið í smá stund í olíu og bætið svo tómötum saman við og mýkið dálítið og látið opnast og leyfið u.þ.b. helming safans seytla úr þeim (það verður sósan). Sjóðið pastað í millitíðinni í örfáar mínútur eftir leiðbeiningum á pakka í léttsöltuðu vatni, sigtið og hellið sósu yfir. Stráið saxaðri basilíku eða steinselju yfir.
*Í stað kjúklings má einnig t.d. nota túnfisk úr dós.

 

 

Höfundur: Hanna Friðriksdóttir

 

Undirbúningstími: 5 mínútur

 

Eldunartími: innan við 10 mínútur

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband