Föstudagur, 18. apríl 2008
Ísfylltur panettone

"auðveldari" útgáfan:
1 Bistefani panettone (1 kg)
500 g vanillluís
3 öskjur rifsber
3 msk sykur
1 msk maizenamjöl
Flóknari útgáfan:
1 panettone (1 kg)
400 g mjólk
400 g þeyttur rjómi
140 g sykur
4 egg
200 g amarettokökur
2 msk brandí (t.d. Vecchia Romagna)
3 öskjur rifsber
3 msk sykur
1 msk maizenamjöl
Hitið mjólkina, en gætið þess að suðan komi ekki upp. Takið af hellu. Þeytið kröftuglega saman sykur og egg og blandið mjólkinni sem skal vera rétt ylvolg saman við og hitið á ný, en án þess að suða komi upp. Takið pott af hellu (best að nota þykkbotna pott eða teflon). Takið af hellu og kælið. Bætið gróft muldum kökunum saman við, sem í millitíðinni hafa verið bleyttar upp í brandí og þar næst´þeyttum rjómanum afar varlega. Hrærið af varkárni með sleikju frá botni og upp á við. Hellið ísblöndunni í stálmót (inox) sem hefur verið kælt í frysti í nokkra tíma. Passið að mótið sé nægilega stórt því umfang íssins eykst í ísferlinu. Þekið mótið og setjið í frysti. Eftir 1 klt. takið þá mótið úr frysti, hellið blöndunni í mixer og blandið, hellið svo aftur í mótið og setjið inn í frysti á ný. Endurtakið ferlið eftir 1 klt. Látið ísinn bíða a.m.k. tvo tíma í frysti eftir þetta ferli áður en hann er borinn fram. Þegar þið fyllið svo panettone upp með ísnum, stráið þá ferskum berjum inn á milli líkt og í "léttari" uppskriftinni og berið fram með sömu sósu og þar.
Geymið 4-5 msk af berjum, en setjið rest í pott ásamt sykri og maizena leystu upp í 2 msk af vatni og sjóðið í 10 mín. Kælið. Skerið hattinn af panettone og leggið til hliðar. Skerið varlega mjúka sætabrauðið innan úr panettone og setjið til hliðar og geymið (vel má narta í það sér t.d. í morgunmat á jóladag með jólate t.d. frá Te og Kaffi eða búa til úr því bakaðan brauðbúðing með sykri, eggjum og mjólk). Skiljið samt eftir trausta og þykka brauðveggi og fyllið nú upp í kökuna með ísnum og stráið ferskum berjum inn á milli. Setjið "lok" aftur á og berið fram strax með berjasósunni. Eftirrétturinn er skorinn í sneiðar eins og terta.
Flóknari útgáfan:
Hitið mjólkina, en gætið þess að suðan komi ekki upp. Takið af hellu. Þeytið kröftuglega saman sykur og egg og blandið mjólkinni sem skal vera rétt ylvolg saman við og hitið á ný, en án þess að suða komi upp. Takið pott af hellu (best að nota þykkbotna pott eða teflon). Takið af hellu og kælið. Bætið gróft muldum kökunum saman við, sem í millitíðinni hafa verið bleyttar upp í brandí og þar næst þeyttum rjómanum afar varlega. Hrærið af varkárni með sleikju frá botni og upp á við. Hellið ísblöndunni í stálmót (inox) sem hefur verið kælt í frysti í nokkra tíma. Passið að mótið sé nægilega stórt því umfang íssins eykst í ísferlinu. Þekið mótið og setjið í frysti. Eftir 1 klt. takið þá mótið úr frysti, hellið blöndunni í mixer og blandið, hellið svo aftur í mótið og setjið inn í frysti á ný. Endurtakið ferlið eftir 1 klt. Látið ísinn bíða a.m.k. tvo tíma í frysti eftir þetta ferli áður en hann er borinn fram. Þegar þið fyllið svo panettone upp með ísnum, stráið þá ferskum berjum inn á milli líkt og í "léttari" uppskriftinni og berið fram með sömu sósu og þar.
Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
dofri
-
ellidiv
-
estersv
-
georg
-
gmaria
-
gretaulfs
-
gudnim
-
harhar33
-
hector
-
helgigunnars
-
jp
-
juljul
-
klossi
-
kolbrunerin
-
krutti
-
ktomm
-
liljabjork
-
lillagud
-
loathor
-
maggibraga
-
magnolie
-
magnusg
-
magosk
-
margith
-
mariaannakristjansdottir
-
neytendatalsmadur
-
omarpet
-
palmig
-
pandora
-
ranka
-
saelkeri
-
sax
-
sibbulina
-
siggagudna
-
siggith
-
skordalsbrynja
-
skulablogg
-
slembra
-
solir
-
steingerdur
-
sur
-
thrudur
-
tildators
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vestskafttenor
-
vga
-
zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.