Föstudagur, 18. apríl 2008
Myntu- súkkulaðikaka

1 bolli vatn
100 g dökkt súkkulaði, t.d. frá Lindt
1/2 bolli smjör
2 bollar sykur
2 egg, rauður og hvítur aðskildar
1 tsk matarsódi
1/2 bolli hrein jógúrt
2 bollar hveiti
1 tsk lyftiduft
Flórsykur til skrauts eða...
Lúxuskrem til hátíðabrigða:
200 g Fazer mint piparmyntusúkkulaði eða annað myntusúkkulaði að vild
rjómadreitill
Sjóðið vatnið og setjið tepokana ofan í pott og látið standa í 5 mín. Takið pokana uppúr og vindið umfram tevökvann úr þeim ofan í pott. Látið suðuna koma upp á teinu. Setjið súkkulaði og smjör í skál og hellið heitu teinu saman við og hrærið þar til súkkulaðið er bráðið og allt samlagað. Hrærið sykri og eggjarauðum saman við blönduna. Þeytið matarsóda og jógúrt saman í annarri lítilli skál og bætið svo saman við súkklaðiblönduna. Sigtið hveiti og lyftiduft út í súkkulaðihræruna og blandið vel saman. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim varlega saman við deigið. Smyrjið tvö minni lausbotna kökuform (20 cm) eða eitt stórt, stráið hveiti yfir botn og barma með sigti og hellið blöndu í formin. Bakið við 180 gr. í 40 - 50 mín. Takið kökur úr formum, kælið og stráið flórsykri yfir kökuna. Ef tvær útbúið krem að vild og setjið á milli eða þeyttan rjóma (eða stráið flórsykri yfir báða helminga og kökurnar eru þvi tvær).
*Lúxusútgáfa af kökunni:
Þeytið rjóma og setjið á milli botnanna, bræðið myntufylltu súkkulaðimolana í potti ásamt rjómadreitil og smyrjið ofan á kalda kökuna.
Eins má hugsa sér að strá flórsykri yfir annan botninn og kremi yfir hinn (þannig er komin falleg kökutvenna sem sómir sér vel á eftirréttadisk í veisluna) og bera rjóma fram með í skál.

Höfundur: Úr bókinni Cooking with tea cokbook e. Jennifer og Mo Siegel
Undirbúningstími: innan við 30 mínútur
Eldunartími: 40 til 50 mínútur
Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
dofri
-
ellidiv
-
estersv
-
georg
-
gmaria
-
gretaulfs
-
gudnim
-
harhar33
-
hector
-
helgigunnars
-
jp
-
juljul
-
klossi
-
kolbrunerin
-
krutti
-
ktomm
-
liljabjork
-
lillagud
-
loathor
-
maggibraga
-
magnolie
-
magnusg
-
magosk
-
margith
-
mariaannakristjansdottir
-
neytendatalsmadur
-
omarpet
-
palmig
-
pandora
-
ranka
-
saelkeri
-
sax
-
sibbulina
-
siggagudna
-
siggith
-
skordalsbrynja
-
skulablogg
-
slembra
-
solir
-
steingerdur
-
sur
-
thrudur
-
tildators
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vestskafttenor
-
vga
-
zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir þessa uppskrift og bara mjög góða og gagnlega bloggsíðu!!! Alltaf gaman að kíkja í heimsókn. Mætti þó vera duglegri að kvitta.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.4.2008 kl. 23:39
Takk fyrir uppskriftina. Mig langar til að bjóða þér á myndlistarsýningu mína í Bistro & Bar, Geysishúsinu Aðalstræti 2, næstkomandi sunnudag frá kl. 15.30 til 17
Svava frá Strandbergi , 19.4.2008 kl. 01:25
Alltaf lagast það, nú fer maður að þurfa að "passa" sig ,,, nammi namm fékk bara "súkkulaði"bragð í munninn , góða helgi til þín
G Antonia, 19.4.2008 kl. 02:28
Sæll og blessaður minn kæri Guðjón. Það er svo fjári langt síða ég hefi litið í heimsókn. Vona bara að þú hafir það sem best. Kær kveðja.
Þorkell Sigurjónsson, 19.4.2008 kl. 05:41
Þessi var flott!!!!!
Guðni Már Henningsson, 19.4.2008 kl. 13:33
Á síðustu árum hef ég horft á Landann BÓLGNA út svo vægt sé til orða tekið...Eftir HJÁVEITU-AÐGERÐ á sjúkrahúsum Reykjvíkur bíða- 300 manns- Já 300 sem eru svo ofurfeitir og hafa misst tökin á matargræðginni...Hvernig væri að Átvöglin snéru sér að hollari fæðu, hreyfðu sig meira???
Ekki er þörf á fleiri fatning uppskriptum fyrir átvöglin.
Guðrún Magnea Helgadóttir, 19.4.2008 kl. 15:34
umm.er ekki ok að nota sojamjólk í staðin fyrir jogurt?er með mjólkuróþol
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 18:52
Það er fjöldi fólks með ofnæmi fyrir vissum matartegundum,brauð,mjólk,hveiti og öðru en samt notar það vöruna.Ég sjálfur hef notað mjólk,brauð og smjör og smurt þannig á brauðið að það hefði verið í lagi að nota ostahníf,en er nú hættur þessu og búinn að breyta um lífstíl og gengur bara vel með það,svo kemur kannski eitthvað annað þegar ég fer að vinna í júní en vona að mér takist það.
Guðjón H Finnbogason, 19.4.2008 kl. 19:48
Mín Guðný Svava.Ég þakka kærlega fyrir mig og mun mæta ef ég verð kominn heim en fer austur á Hellu að spila golf á morgunn en því miður veit ég ekki kvenær en ég hef mikinn áhuga á að sjá þessa sýningu þína.
Guðjón H Finnbogason, 19.4.2008 kl. 20:13
Namm!! Get ég ættleitt þig?
Hrönn Sigurðardóttir, 19.4.2008 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.