Laugardagur, 19. apríl 2008
"Matarmenning þjóðar er eins og landslag hennar"
sagði katalónski rithöfundurinn Josep Pla. Þetta eru orð að sönnu því hvert hérað á Spáni státar af ólíku landslagi, veðurfari og menningu. Þessir þættir endurspeglast í spænskum eldhúsum og birtast í miklum fjölbreytileika. Tapas er óendanleg uppspretta hugmynda í matseld og eru tapas barir útbreiddir um allan Spán. Þeir eru afar fjölbreytilegir og hafa mismunandi áherslur eftir því hvar á landinu þeir eru. Tapas réttir geta verið heitir, kaldir, hefðbundnir eða nútímalegir. En góðir tapas réttir eiga þó allir sameiginlegt að vera gerðir samdægurs og úr fersku og vönduðu hráefni. Á Norður Spáni eru tapas kallaðir pinchos og í Valencia eru þeir kallaðir montaditos en þá eru þeir nær alltaf bornir fram ofan á litlum brauðsneiðum.
Uppruni tapas er umdeildur. Flest bendir þó til þess að tapas eigi rætur að rekja til Suður Spánar. Sagan segir að tapas sé afleiðing sérrídrykkju Spánverja. Sætur drykkurinn laðar til sín flugur og fljótlega hafi menn brugðið á það ráð að leggja brauðsneið yfir glasið til að halda flugunum í burtu. Í framhaldi af því fór fólk að setja gómsæti ofan á brauðið eins og ólífur, fisk og kjöt. Eitt leiddi síðan af öðru og nú er tapas útbreidd matarmenning um allan heim og einkennandi fyrir spænska menningu.
Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
dofri
-
ellidiv
-
estersv
-
georg
-
gmaria
-
gretaulfs
-
gudnim
-
harhar33
-
hector
-
helgigunnars
-
jp
-
juljul
-
klossi
-
kolbrunerin
-
krutti
-
ktomm
-
liljabjork
-
lillagud
-
loathor
-
maggibraga
-
magnolie
-
magnusg
-
magosk
-
margith
-
mariaannakristjansdottir
-
neytendatalsmadur
-
omarpet
-
palmig
-
pandora
-
ranka
-
saelkeri
-
sax
-
sibbulina
-
siggagudna
-
siggith
-
skordalsbrynja
-
skulablogg
-
slembra
-
solir
-
steingerdur
-
sur
-
thrudur
-
tildators
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vestskafttenor
-
vga
-
zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.