Haframjölskökur með súkkulaðibitum

230 gr. haframjöl
175 gr. saxað suðusúkkulaði
150 gr. mjúkt smjör
130 gr. púðursykur
125 gr. hveiti
1 tsk. vanilludropar
1 tsk. lyftiduft
1 egg
Örlítið salt

 

Hrærið saman smjör og púðursykur þar til blandan verður létt í sér. Bætið þá eggi og vanilludropum saman við, hrærið örlítið áfram. Setjið hveiti, lyftiduft og salt í blönduna og hrærið vel. Þá haframjöl og súkkulaði. Hnoðið litlar kúlur með höndunum og setjið
á plötu með bökunarpappír. Fletjið kúlurnar aðeins út með gaffli. Bakið við
180°C í 15 mínútur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.er ok að nota speltmjöl og hrásykur í staðin fyrir hveiti og púðursykur?Ég er með hveitiofnæmi.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 17:49

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sæl Birna mín það á að vera í góðu að nota spelt í staðinn fyrir hveiti og hrásykur má nota alveg i staðinn fyrir hvítan sykur en hvort þú þarft meir af honum er ég ekki alveg klár á því.

Guðjón H Finnbogason, 21.4.2008 kl. 19:38

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ummmm haframjöl með súkkulaði.........

....verð að prófa...... 

Hrönn Sigurðardóttir, 22.4.2008 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband