Gamaldags súkkulaðibitakökur

Um 24 til 36 smákökur:

205 gr. hveiti
105 gr. mjúkt ósaltað smjör
105 gr. strásykur
105 gr. súkkulaðispænir
85 gr. púðursykur
1 stórt egg
1 1/2 tsk. natrón
1 tsk. vanilludropar
1/2 tsk. salt

 

Forhitið ofninn í 180 °C. Setjið hveitið, natrónið og saltið í skál og blandið saman. Setjið til hliðar. Í stærri skál, blandið smjörið með púðursykrinum og strásykrinum, þar til verður mjúkt, ca. 3 mín. Bætið egginu og vanilludropunum út í og blandið vel. Bætið hveitiblöndunni út í og blandið vel. Að lokum setjið súkkulaðispænirnar út í.
Notið teskeið til að setja kúlur á plötu með bökunarpappír. Bakið í 10 til 12 mín., eða þar til kökurnar eru orðnar gylltar að lit.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Þórisdóttir

Ummmmm alltaf bestar. Kominn í jólafíling?

Steinunn Þórisdóttir, 21.4.2008 kl. 18:36

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sælar.Ég nota olíu í bakstri eins og ég kemst með.Eru ekki alltaf jólin.

Guðjón H Finnbogason, 21.4.2008 kl. 19:35

3 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

mmmm jammý

Sigríður Guðnadóttir, 21.4.2008 kl. 21:16

4 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þetta lítur vel út, Hvaða hlutföll notar þú í olíu versus smjör Guðjón?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 21.4.2008 kl. 23:50

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll frændi akkúrat það sem mig vantaði.

kærar þakkir.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.4.2008 kl. 00:53

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þessar eru svipaðar og súkkulaðibitakökurnar mínar, sem ég baka fyrir jólin.  Þær eru langbestar

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.4.2008 kl. 01:28

7 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sælar allar.Ég nota svipuð hlutföll af olíu og smjöri en ég nota ekki olíu í allan bakstur t.d.Jólaköku nota ég smjör,eplaköku nota ég olíu,brauð nota ég olíu,frankasúkkulaðiköku nota ég smjör en þarf að prófa að nota olíu í hana,þegar ég var á Naustinu þá var ég með franska súkkulaðiköku í lúxusdesert með vanilluís ala gudjon og hann sló í gegn.

Guðjón H Finnbogason, 22.4.2008 kl. 12:57

8 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

P.S.Það átti að vera hún en ekki hann og ég nót yfirleit Ólífuolíu.

Guðjón H Finnbogason, 22.4.2008 kl. 12:59

9 Smámynd: Bumba

Minn kæri, innilegar þakkir, en mig vantar góðan "megrunarmat", eitthvað sem er fljotlegt og allt það . Með beztu kveðju.

Bumba, 22.4.2008 kl. 20:45

10 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Mín kæra,nú eru komnar uppskriftir fyrir þig

Guðjón H Finnbogason, 22.4.2008 kl. 21:19

11 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

P.S.Það átti að vera minn kæri

Guðjón H Finnbogason, 22.4.2008 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband