Orðtök

  • Burritos
    Rúllaðar hveititortillukökur með fyllingu, oft bakaðar í ofni með osti ofan á.
     
  • Enchiladas
    Rúllaðar maístortillukökur með fyllingu, sem er oftast rifinn kjúklingur. Síðan bakað í ofni með osti ofan á.
     
  • Fajitas
    Fajitas eru kjötræmur, oftast kjúklingur og nautakjöt, þó einnig skeldýr, t.d. rækjur, sem steiktar eru á pönnu.
     
  • Guacamole
    Sósa útbúin úr stöppuðum avocado ávexti. Guacamole er spennandi sem ídýfa með tortillaflögum, einnig með Tacos og Fajitas.
     
  • Jalapeno
    Bragðsterkur, mexíkóskur chillipipar. Hentar vel fyrir hugrakka ofan á Tacos og Fajitas.
     
  • Nachos
    Mjög vinsæll forréttur. Nachos eru hringlaga, léttsaltaðar maísflögur. Mjög gott er að setja steikt nautahakk, rifinn ost og jalapeno ofan á hverja flögu og hita í ofni.
     
  • Quesadillas
    Einskonar samlokur þar sem fylling (oftast skinka og ostur) er lögð á eina tortilla köku og önnur lögð ofan á. Quesadillas er síðan steikt á pönnu, loks skorið í bita og borið fram með salsa sósum, sýrðum rjóma, guacamole og jafnvel fleiru.
     
  • Salsa
    Salsa þýðir í raun "sósa með bitum". Hentar vel með mat eða sem ídýfa með Tortilla flögum og Nachos.
     
  • Tacos
    Tacos eru maísskeljar sem gott er að fylla með steiktu nautahakki og grænmeti að vild.
     
  • Tortilla flögur
    Stökkar, þríhyrndar maísflögur sem eru tilvaldar sem snakk fyrir og eftir aðalmáltíð. Tortilla flögur eru góðar einar og sér en einnig er vinsælt að dýfa þeim í salsa sósu, guacamole og sýrðan rjóma.
     
  • Tortilla kökur
    Tortilla er undirstaða flestra bragðsterkra rétta í Mexíkó. Tortillur eru þunnt, kringlótt og gerlaust brauð, gert úr hveiti í norðurhluta Mexíkó, en maís sunnantil. Matnum er pakkað inn í tortillur, þ.e.a.s. kjötinu, grænmetinu, ostinum, eða í raun hverju því sem er á boðstólnum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband