Grilluð keila með coriander pesto og sítrónugrassósu

 

Fyrir 4

Innihald:

4x120 gr keilustykki
salt og svartur pipar úr kvörn
ólífuolía til penslunar

coriander pesto:

1  búnt  ferskt coriander 
1  búnt  steinselja 
100  gr  furuhnetur 
1  tsk  sítrónusafi 
1   msk  balsamico edik 
salt og svartur pipar úr kvörn
75 ml ólífuolía

sítrónugrassósa:

2  stk  sítrónugras (lemongrass) -má nota niðursoðið 
50  gr  saxaður charlottulaukur 
100  ml  hvítvín 
1  tsk  turmeric 
100  ml  fisksoð 
100  ml  rjómi 
2  msk  ólífuolía 
2  msk  smjör 

Meðlæti:
Soðnar kartöflur og salat

Aðferð:

Kryddið keiluna með salti og pipar og penslið með ólífuolíu. Grillið á vel heitu grilli í 1-2 mínútur á hvorri hlið.

Pesto:
Blandið öllu saman í matvinnsluvél og látið snúast í nokkra hringi. Setjið ofaná keiluna og bregðið stutta stund undir vel heitt grill.

Sósa:
Skerið sítrónugrasið í litla bita og svitið í heitri olíunni ásamt lauk.
Kryddið til með turmeric, salti og pipar. Hellið hvítvíni og fisksoði í
pottinn og látið sjóða niður um 2/3. Setjið rjómann í og sjóðið aftur niður um helming. Hrærið köldu smjörinu saman við og látið ekki sjóða eftir það.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband