Genóva brúsketta með ósviknum venusarskeljum

handa fjórum
200 g ferskar vongole (ítalskur skelfiskur sem fæst niðursoðinn á Íslandi og heitir venusarskel eða freyjuskel). Eins má nota ferskan eða niðursoðinn krækling. Best er að nota ferskan skelfisk í þessa uppskrift.
jómfrúrólífuolía
1 hvítlauksgeiri
væn hvítvínsskvetta
1 tsk söxuð steinselja
í krús Saclà Bruschettina alla genovese sósa
150 g ítalskt sveitabrauð (pane casereccio)

 

Hellið olíu í pott og hitið og bætið steinselju, hvítvíni og vel skoluðum skelfiskinum (ef í dós, helli þá vatni af og hellið skelfisk í pottinn). Setjið lok á pott og hitið vel (hálgufusjóða) þar til allar skeljar hafa opnast (nokkrar mín. ef skelfiskur í dós). Takið skelfisk úr skeljum (skiljið e.t.v. nokkra eftir í skel til að skreyta brúskettur með) og blandið skelfiskkjöti saman við Saclà bruschettina sósuna í skál.
Skerið brauðið i millitíðinni í þunnar sneiðar, leggið á bökunarpappír á bökunarplötu, dreypið ögn af ólífuolíu yfir sneiðar og smá salti og ristið í ofni í örfáar mínútur eða þar til sneiðarnar eru stökkar og létt gylltar út við kanta. Smyrjið tómataskelfiskblöndunni á sneiðarnar og berið fram.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband