Mánudagur, 5. maí 2008
Kanínur
Kanínur hafa verið ræktaðar til manneldis um langt skeið og á 17. öld var kanínurækt orðin mjög almenn í Frakklandi og þá líkt og í dag er bæði kjötið og feldurinn á dýrunum nýttur (til ólíkra hluta eins og segir sig sjálft). Í Frakklandi ríkir sterk hefð fyrir að matreiða kanínukjöt í sinnepssósu, með lauk eða sveskjum, í hlaupi nú eða í rillettes, en rillettes er franskur þekktur réttur sem ýmist er búinn til úr svína-, kanínu-, gæsa-, eða hænsnakjöti sem eldað er í svínafitu og síðan marið í mjúka blöndu (samt með heilum kjöttægjum). Kæfunni er svo komið fyrir í glerkrukkum og er borin fram köld sem forréttur.
Hinar bragðmeiri villikanínur voru yfirleitt grillaðar eða steiktar. Kanínur geta vegið allt að 10 kílóum, en meðalþyngd eldiskanína er um 1.2 kíló. Kanínukjöt er afar mjúkt og skal borða ungt.
Gott er að marinera eldiskanínu (hlutaða niður í 5-6 bita) í hvítvíni, skalotlauk, gulrótum, steinselju, hvítlauk og tímían áður en hún er elduð t.d. í kássu eða böku, því það bragðbætir hana verulega og eins er ekki verra að bæta ögn af svínablóði saman við marineringuna!
Bæði má frysta ferskt og eldað kanínukjöt.
Flestir vita að kanínur fjölga sér afar ört, enda var kanína löngum notuð sem frjósemistákn, einkum og sér í lagi í Þýskalandi og var gjarnan borðuð í kringum páskahátíðina.
Á Ítalíu "uppgötvuðu" Feneyingar kanínuna og í kjölfarið fylgdu Rómverjar sem tóku að rækta dýrið til nýtingar. Eftir að Rómaveldi féll lagðist hins vegar skipuleg kanínurækt af og það var ekki fyrr en á 17. öld að hún var tekin upp að nýju og þá í klaustrum landsins. Í dag er kanínukjöt mjög almennt á diskum Ítala og hvert hérað á sína hefðbundnu rétti úr kanínukjöti.
Nú hafa Íslendingar loks "kveikt á perunni" hvað kanínurækt til manneldis varðar (einungis um 300 árum á eftir Frökkum og Ítölum), en betra er seint en aldrei að uppgötva þessa gómsætu afurð sem býður upp á svo ótal marga og spennandi eldunarmöguleika.
Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
dofri
-
ellidiv
-
estersv
-
georg
-
gmaria
-
gretaulfs
-
gudnim
-
harhar33
-
hector
-
helgigunnars
-
jp
-
juljul
-
klossi
-
kolbrunerin
-
krutti
-
ktomm
-
liljabjork
-
lillagud
-
loathor
-
maggibraga
-
magnolie
-
magnusg
-
magosk
-
margith
-
mariaannakristjansdottir
-
neytendatalsmadur
-
omarpet
-
palmig
-
pandora
-
ranka
-
saelkeri
-
sax
-
sibbulina
-
siggagudna
-
siggith
-
skordalsbrynja
-
skulablogg
-
slembra
-
solir
-
steingerdur
-
sur
-
thrudur
-
tildators
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vestskafttenor
-
vga
-
zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Viðskipti
- Svipmynd: Netárásir varða allt samfélagið
- Gríðarleg aukning í framrúðutjónum
- Auka hlutafé um 800 milljónir
- Rökræðið
- Þurfum að horfa til samkeppnishæfni
- Fréttaskýring: Frjálst fólk greiðir með reiðufé
- Ásakanir um vafasöm hlutabréfaviðskipti og tengingar til Íslands
- Landsbyggðin ber uppi skattsporið
- Óvarlegt að refsa með verri kjörum
- Hampiðjan greiddi þrjá milljarða fyrir indverskt félag
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.