Kanínutúnfiskur

1 kanína (fæst t.d. í Gallerí Kjöt eða Melabúðinni)
1/4 lítri þurrt hvítvín
1 gulrót
1 laukur
Stór sellerístöngull
10 einiber
1 msk. gróft salt
2-3 lárviðarlauf
Nokkrir rósmarínstönglar
Nokkrir hvítlauksgeirar
Nokkur salvíulauf
Jómfrúrólífuolía (Carapelli)
Salt og pipar

 

Réttur þessi er ættaður frá veitingastaðnum L´Angolo del Beato í Asti og er kallaður þessu skrýtna nafni, því áferð kjötsins eftir eldun er ekki ósvipuð áferð túnfisks.

Hlutið kanínukjötið í fimm bita og sjóðið í söltu 3/4 l. af vatni og 3/4 l. af hvítvíni ásamt gulrót, lauk og sellerí í ca. klukkutíma og korter. Látið kólna í soðinu. Þegar kjötið er kalt, úrbeinið þá kjötið og rífið í grófa strimla og setjið setjið í skál. Baðið vel í ólífuolíunni og blandið saman við kryddjurtirnar og kryddið. Þekið ílátið og látið standa nokkra klukkutíma áður en borið fram kalt með góðu brauði eða brauðstöngum (grissini), ýmist sem forréttur eða léttur aðalréttur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Hef aðeins einusinni borðað kanínukjöt svo vitað sé! Það var á veitingastaðnum á hótel Geysi, afbragðsmatur....

Guðni Már Henningsson, 5.5.2008 kl. 23:04

2 Smámynd: Renata

Hef oft borðað kanínukjöt og finnst það mjög gott, rétt eldað er það sælgæti

Renata, 6.5.2008 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband