Torres Santa Digna Cabernet Sauvignon Rosé

Tegund: Rósavín
Land: Chile
Hérað: Central Valley
Framleiðandi: Miguel Torres
Berjategund: Cabernet Sauvignon
Styrkleiki: 13,5%
Stærð: 75 cl
Verð: sjá verðlista
Sölustaðir: ÁTVR - reynslusala og kjarnaverslanir (Heiðrún og Kringlan)

 

Fallegur ljós kirsuberja litur. Ilmurinn er þéttur og kröftugur, minnir á plómur og jarðaber með innslagi af greip. Vín með kröftugt bragð með mjúka ávaxtakennda sýru og frábært blómabragð (sem minnir á fjólur og orange blossom). Eftirbragðið er langt og mjúkt, og í góðu jafnvægi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þetta hljómar bara..held ég fari í Heiðrúnu og fái mér eina svona fyrir helgina..Góða helgi Guðrjón

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 9.5.2008 kl. 12:18

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Torres Santa Digna Cabernet Sauvignon Rauðvín!! NAMM!!

Hrönn Sigurðardóttir, 10.5.2008 kl. 00:56

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll frændi.

Mikið er þetta fín mynd sem þú ert búinn að setja inn með elskulegum ungdómnum.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.5.2008 kl. 02:20

4 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Góða Hvítasunnu kæri bloggvinur.  Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 10.5.2008 kl. 06:10

5 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Gaman að heyra frá þér.  Matur og pólitik; besta blandan.  Kv. HHS

Hildur Helga Sigurðardóttir, 10.5.2008 kl. 06:22

6 Smámynd: Renata

hmmm...hljómar vel, er til að prófa þessi rósavín. Gott að setja myndina með, því ég er svoooo gleymin með nöfn, en ég man eftir myndum

Renata, 10.5.2008 kl. 15:46

7 Smámynd: Dísa Dóra

Það er alltaf sama sagan þegar ég kem hingað inn - ég slefa af græðgi

Takk fyrir góðar uppskriftir og víntips

Dísa Dóra, 10.5.2008 kl. 17:17

8 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Þetta er að verða hið sanna SLARAFFENLAND þar sem gnótt er af öllu og allur matur og drykkur  er í seilingarfjarlægð. Enginn þarf að vinna og þar sem steiktir grísir og alifuglar ganga með hníf og gaffal í bakinu, linsoðin egg  rölta um með skeið í toppinum sem að sjálfsögðu er opinn. Bökur allskonar hanga á trjánum og  maður þarf bara að liggja undir  með opinn munninn. Leiðin þangað liggur í gegn um fjall mikið úr bókhveitisgraut sem maður verður að éta sig í gegn um til að komast í paradísina.

Góða Hvítasunnu.

Gunni Palli kokkur. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 11.5.2008 kl. 11:20

9 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Færi þér feiti

fýlungakyn,

bjargfugl sig á borð

beri sig sjálfur;

salti sig lundi,

sjóði sig rita,

hengi sig hvalir,

en sig hnísur roti,

skeri sig skarfar,

skjóti sig selir,

stingi sig kolar,

en steiki lúður;

fletji sig fiskar,

en flatar skötur

biðji þig grátandi

Sín börð að smakka!

Matthías Jochumsson; HAMINGJUÓSK!

Gunnar Páll Gunnarsson, 11.5.2008 kl. 17:34

10 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Innlitskvitt..

Kristín Snorradóttir, 11.5.2008 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband