Súrsætt svínakjöt með eggjanúðlum

Uppskrift fyrir tvo:

2 svínakótelettur
1 pkn. AMOY Egg Noodles
1 krukka AMOY Sweet & Sour sósa
2 laukar, niðurskornir
2 ananashringir, saxaðir niður
1/2 gul paprika, niðurskorin
15 ml. AMOY Pure Sesam olía

 

Eldið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Á meðan, hitið sesam olíuna á pönnu og steikið kótiletturnar í 3 mín. Bætið lauknum, paprikunni og ananasnum út í og steikið í 2 mín. til viðbótar. Setjið síðan súrsætu sósuna út í. Hellið vatninu af núðlunum og bætið þeim síðan út á pönnuna. Berið fram strax.

 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Þetta er girnilegt....takk fyrir. Er mikið fyrir austrænan mat og þá einkum og sér í lagi núðlurétti. Lít varla við spaghetti eftir að ég komst á bragðið...

Guðni Már Henningsson, 12.5.2008 kl. 01:17

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Vá þessi verður í uppskriftabókinni minni.  Takk fyrir mig

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.5.2008 kl. 02:20

3 Smámynd: G Antonia

Takk líka fyrir fiskiréttina  góða helgarrest *

G Antonia, 12.5.2008 kl. 02:41

4 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Hryllilega girnilegt. Takk fyrir uppskriftina.

Steingerður Steinarsdóttir, 12.5.2008 kl. 18:08

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Guðjón. Þetta hljómar ekki flókið þegar maður les það. Best að prófa þetta. Annars kann ég ekkert að elda mat lengur. Takk fyrir kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.5.2008 kl. 20:51

6 Smámynd: Alexandra Guðný Guðnadóttir

Koss og knús Allý

Alexandra Guðný Guðnadóttir, 13.5.2008 kl. 17:04

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sæll Guðjón. Takk fyrir allar þessar fínu uppskriftir, og líka fyrir innlit og komment á síðunni minni. Hafðu það sem allra best.

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.5.2008 kl. 01:05

8 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þakka fyrir allar uppskriftirnar/þær eru lesnar meira af minni konu ,elskulegu/en maður verður að nærast/Kveðja og góðar óskir ævinlega/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 14.5.2008 kl. 15:47

9 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

þessi lítur vel út.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 14.5.2008 kl. 18:26

10 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Hæ pabbi. Mig langaði bara til að segja þér að ég elska þig. Knús þín Sigurbjörg Guðleif

Sigurbjörg Guðleif, 14.5.2008 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband