Fljótshlíðin fögur.

Við hjónin erum búin að vera í Fljótshlíðinni í nokkra daga komum heim síðdegis í dag.Hlíðin er fögur sem fyrr,kyrrðin er mikil og verulega falleg sveit,við fórum líka austur að Seljalandsfossi og gengum bak við hann,síðan fórum við í Stóra Dal þaðan sem mínir forfeður í föður ætt koma frá þ.e. langamma mín var fædd í Stóra Dal og bjó þar með lang afa en fluttu svo til Vestmannaeyja og bjuggu að Kirkjubæ.annar lang afi minn í móðurætt hann var frá Þverá í Fljótshlíð,þannig að ég er vel tengdur þessu svæði og svo líka austur eyjafjöllum þar sem afi minn og amma í móður mína bjuggu góðu búi og áttu ellefu dætur og afi dó úr Lungnabólgu fjörtíu og sex ára og amma hélt jörðinni og bjó þar til að ein dóttir hennar tók við og núna er fimmti ættliður ábúandi á jörðinni,þar var ég í sveit í ellefu sumur.Ég vona að þið hafið átt góða helgi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

En skemmtileg frásögn.  Hét hann ekki Páll sem bjó í Stóra - Dal, þegar Anna á Stóru - Borg, tók hann Hjalta undir sinn verndarvæng?

- Er semsagt enn hægt að ganga bak við Seljalandsfoss?., það var einhver sem sagði mér að það væri ekki hægt lengur, svo ég sleppti því, í fyrrasumar, þegar ég var þar á ferð með erlenda vini mína.

Ein með ellefu dætur, það er merkilegt að hún skyldi halda áfram búskap.  Þetta er mjög merkilegt saga.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 18.5.2008 kl. 21:35

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Skemmtileg saga Guðjón, takk fyrir hana.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 18.5.2008 kl. 21:41

3 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Úff mér fannst nú erfit þegar ég var ein með eina dóttur hvað þá að vera ein með ellefu  Gott að þið höfðuð það gott.

Elska ykkur knús og kram frá okkur.

Sigurbjörg Guðleif, 18.5.2008 kl. 21:54

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já Hlíðin er fögur.

Hólmdís Hjartardóttir, 18.5.2008 kl. 21:56

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já hún er fögur Fljótshliðin,það er fallegt undir Eyjafjöllum,og við Seljalandsfoss/Eg á þarna lika ættingja að Seljalandi ,Arnlaug Samúelsdóttir var hálfsystir móður minnar,og Afi Samúel var ættaður þarna/Bróðir minn Samúel var þarna lengi i sveit,og eg oft part ur sumri/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 18.5.2008 kl. 23:33

6 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Guðjón.

Ég tek undir með þér Fljótshlíðin er fögur og segi það enn. Mínar minningar úr æsku þegar ég var ungur drengur í sveit á Núpi austurbænum hjá Guðmundi og Katrínu þetta voru drauma dagar sem ég gleymi aldrei. Og margar góðar minningar.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 18.5.2008 kl. 23:55

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hlíðin er fögur ég var þar um helgi í fyrra í sumarbústað   Að öðru leiti þekki ég sveitina ekki vel, nema kannski heimaland þar sem ættarmótið sem ég fór á var haldið

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.5.2008 kl. 00:46

8 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll frændi.

Já Fljótshlíðin og Fjöllin eru undursamleg paradís, einkum og sér í lagi á þessum tíma að vori.

Fuglasinfónían fossarnir og jökullinn með fjöllin allt í kring ásamt grænni skykkju vorsins svo fljótt, er andans næring í alla staði.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.5.2008 kl. 01:36

9 identicon

Já þetta er ein af fallegri sveitum landsins og eru þær margar ef ekki flest allar fallegar. Ég var einmitt í Hlíðinni um helgina við jarðarför að Breiðabólstað. Ég er sjálf ættuð úr Fljótshlíðini nánar tiltekið frá Nikulásarhúsum sem er nú í eyði en var næsti bær innan við Hlíðarendakot, þar sem nú er Nínulundur og eyddi mörgum sumrum á Hlíðarendakoti, Butru og Ásvelli.

Þegar ég var að ganga um kirkjugarðinn sá ég við hlið hans hest sem stóð í hallanum og þá datt mér í hug hvort hestarnir í Hlíðinni séu með annað fótaparið styttra, af því að standa alltaf í hallanum.

Það er svo gaman á þessum tíma að keyra um íslensku sveitirnar, sérstaklega þær sem eru ekki alveg í alfaraleið.

Sóla (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 15:48

10 identicon

Það er fallegt þarna.Við hjónin vorum eina helgi í nóvember á sveitahóteli þarna.Hótel Smáratún minnir mig að það heiti.Fínn staður

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 16:15

11 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Sammála þér, það er gullfallegt þarna og óskaplega gaman að ferðast um sveitina.

Steingerður Steinarsdóttir, 19.5.2008 kl. 16:28

12 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Fljótshlíðin er með fegurri stöðum sem ég hef komið á. Reyndar á ég mágkonu í Fljótshlíðinni og kíki því einstaka sinnum þar.

Kveðjur á fallegum degi

Rúna Guðfinnsdóttir, 20.5.2008 kl. 09:06

13 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 21.5.2008 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband