Baskneskur fjárhirðapottréttur

Hráefni

Fjöldi matargesta:
  • 1,5 kg lamba/svína eða nautakjöt
  • 1.0 tsk salt
  • 1.0 tsk pipar , nýmalaður
  • 1.0 tsk paprikuduft
  • 1.0 tsk oregano
  • 3.0 msk ólífuolía
  • 2.0 laukar , saxaðir
  • 6.0 hvítlauksgeirar , saxaðir smátt
  • 2.0 Rauðar paprikur , fræhreinsaðar og skornar í bita
  • 3.0 msk rauðvínsedik
  • 250.0 ml rauðvín
  • 150.0 ml vatn
  • 2.0 lárviðarlauf

Leiðbeiningar

Kjötið fituhreinsað að mestu og skorið í fremur stóra bita, 3-4 cm á kant. Salti, pipar, papriku, oregano og chilipipar blandað saman og kjötið núið upp úr blöndunni og látið liggja í 1 klst við stofuhita. Olían hituð í þykkbotna potti og kjötið brúnað á öllum hliðum við góðan hita helmingurinn í senn, nema potturinn sé þeim mun stærri. Tekið upp úr og sett á disk, mest allri fitunni hellt úr pottinum en 1-2 tsk skildar eftir. Laukurinn og hvítlaukurinn settur út í og látinn krauma við meðalhita í um 5 mínútur. Á meðan er paprikan og edikið sett í matvinnsluvél og maukað. Þegar laukurinn er meyr og gullinn er kjötinu raðað ofan á hann og síðan er paprikumaukinu, víninu og vatninu hellt yfir, lárviðarlaufin sett út í, hitað að suðu, pottinum lokað og látið malla undir loki við vægan hita í um 1 klst. Lokið tekið af og soðið í 45 mínútur í viðbót, eða þar til kjötið er vel meyrt og sósan hefur soðið vel niður. Smakkað til, lárviðarlaufin fjarlægð, og borið fram t.d. með hrísgrjónum eða með ofnsteiktum kartöflum og grænu salati.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þetta er spennandi réttur. - Þennan rétt þarf ég að prufa. Kv. Lilja

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 23.5.2008 kl. 22:18

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Rosalega spennandi réttir, ég fæ hreinlega vatn í munninn. Ég mun prufukeyra ansi margar uppskirftir þegar ungarnir koma heim. Takk fyrir mig

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 24.5.2008 kl. 00:17

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Maður fær vatn í munninn frændi, takk fyrir.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.5.2008 kl. 02:31

4 identicon

Ég er sammála Ásdísi Emilíu - þetta hljómar eins og fyrirsögn fréttar af afleiðingum ættbálkaerja....

Linda María (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 07:23

5 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þetta gæti verið réttur kvöldsins.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 24.5.2008 kl. 09:44

6 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Mér líst vel á réttinn,enda eru Baskar frægir fyrir matargerð sína.Ég á eftir að prufa hann.

María Anna P Kristjánsdóttir, 25.5.2008 kl. 12:18

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hljómar vel..... ;9

Hrönn Sigurðardóttir, 26.5.2008 kl. 10:19

8 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Þakka ykkur kæru bloggvinur fyrir komuna og svarskrifin á síðuna nú fer þessu að ljúka hjá mér ég fer að fara út á sjó fljótlega eftir sjómannadag.

Guðjón H Finnbogason, 26.5.2008 kl. 13:24

9 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þetta virðis hinn gómsætasti réttur. Þess virði að prufa hann einn daginn.

Góða ferð á sjóinn.

Rúna Guðfinnsdóttir, 26.5.2008 kl. 13:39

10 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Guðjón.

Ég var að skoða aðferða fræðina að elda og þínar uppskriftir eru mjög athyglisverðar. þetta gera ekki nema vanir menn sem hafa þekkingu. Frábært

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 26.5.2008 kl. 20:26

11 Smámynd: Anna

Þessi er örugglega góð. - Hafðu það gott í sjómennskunni Guðjón og ég vona að þú hættir nú ekki alveg að blogga.

Anna, 26.5.2008 kl. 23:30

12 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Flottur réttur og gott að hafa við hendina þegar eitthvað bjátar á og maður þarf eitthvað krassandi.

Gunni Palli kokkur. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 27.5.2008 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 133001

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband