Fimmtudagur, 5. júní 2008
Ofnbakað lambalæri með hvítlauk og rósmarín
Eldunartími: 2 klst
Hráefni
Fjöldi matargesta:- 1.0 Stk. lambalæri 2,5 kg
- 2.0 Stk. hvítlauksgeirar fínt saxaðir
- 2.0 tsk. rósmarín
- 1.0 msk ólífuolía
- 1.0 tsk. salt gróft salt
- svartur pipar úr kvörn
- 2.5 dl hvítvín
Leiðbeiningar
Matreiðsla: Blandið saman hvítlauknum, rósmaríninu, olíunni, saltinu og piparnum í litla skál. Breiðið úr álpappírnum og leggið lærið á möttu hliðina og setjið á maukið ásamt 1 dl af hvítvíninu. Lokið álpappírsörkinni þannig að rúmt sé um lærið og gangið vel frá endunum þannig að safi leki ekki út, skiljið eftir 2 litlar rifur á álpappírsbelgnum þannig að eitthvað loft nái að leika um kjötið. Setjið í ofn á 180 c og bakið í 1 1/2 tíma. Opnið þá álpappírinn án þess að safi leki út og hækkið ofnhita í 200 c og látið vera í 15 mín til viðbótar til að fá fallega brúningu ofan á kjötið. Sósa: Sigtið soðið úr álpappírsörkinni í pott, fleytið af fitu, bætið í hvítvíninu og sjóðið í nokkrar mínútur. Smakkið soðið til með salti, pipar og kjötkrafti. Litið með sósulit og þykkið ögn með maisenamjöli úthrærðu í köldu vatni. Framreiðsla: Færið kjötið upp á fat og látið standa á volgum stað í 15 mín þannig að safinn vætli ekki úr kjötinu þegar það er skorið. Berið lærið fram með sósunni , soðnum kartöflum og grænmeti.Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
dofri
-
ellidiv
-
estersv
-
georg
-
gmaria
-
gretaulfs
-
gudnim
-
harhar33
-
hector
-
helgigunnars
-
jp
-
juljul
-
klossi
-
kolbrunerin
-
krutti
-
ktomm
-
liljabjork
-
lillagud
-
loathor
-
maggibraga
-
magnolie
-
magnusg
-
magosk
-
margith
-
mariaannakristjansdottir
-
neytendatalsmadur
-
omarpet
-
palmig
-
pandora
-
ranka
-
saelkeri
-
sax
-
sibbulina
-
siggagudna
-
siggith
-
skordalsbrynja
-
skulablogg
-
slembra
-
solir
-
steingerdur
-
sur
-
thrudur
-
tildators
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vestskafttenor
-
vga
-
zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 133001
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.