Pönnusteikt sirloin með gljáandi rauðvínssós

Eldunartími: 20 mín

Hráefni

  • 880.0 g sirloin steikur 4x220g sirloin steikur, vel verkaðar og fitusprengdar
  •   salt
  •   pipar
  • 5.0 Stk. Skalotlaukar
  • 50.0 g sveppir
  • 3.0 sneiðar beikon
  • 3.0 dl kjötsoð eða vatn og teningur
  • 0.5 tsk. timjan
  • 2.0 dl rauðvín bragðmikið
  • 1.0 Stk. lárviðarlauf
  • 30.0 g smjör
  •   sósujafnari sósujafnari eða maisenamjöl úthrært í smá köldu vatni

Leiðbeiningar

Undirbúningur: Skerið í gegn um fituröndina og sinina á steikunum á nokkrum stöðum til að koma í veg fyrir að steikin missi safa þegar steikin hitnar og sinin herpist saman. Skerið beikonið smátt og saxið sveppina og laukinn. Matreiðsla: Byrjið á að brúna steikurnar upp á rönd til að brúna fituna vel. Leggið þá steikurnar niður og brúnið vel á pönnunni, kryddið með salti og pipar, setjið á ofngrind. Brúnið beikonið og grænmetið á pönnunni í fitunni sem varð eftir þegar kjötið var steikt. Bætið smá olíu á ef þörf krefur. Bætið soðinu og rauðvíninu á pönnuna ásamt timjan og lárviðarlaufinu, sjóðið niður um helming. Þykkið með sósujafnaranum, takið af hitanum og pískið köldu smjörinu í bitum út í sósuna. Athugið að sósan má ekki sjóða eftir að smjörið er komið í. Setjið steikurnar í 180 c heitan ofn í u.þ.b. 3 mínútur til að klára steikinguna. Framreiðsla: Berið steikurnar fram með rauðvínssósunni, litríku smjörsteiktu grænmeti og soðnum eða bökuðum kartöflum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 133001

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband