Heilsteiktur nautavöðvi "Bernaise"

Eldunartími: 1 klst og 20 mín

Hráefni

  • 1.0 kg nautakjöt 1 kg heill nautavöðvi, fillet eða sneið úr innralæri
  •   olía til steikingar
  •   salt
  •   pipar
  • 400.0 g smjör
  • 4.0 Stk. eggjarauður
  • 1.0 msk Estragon þurrkað
  • 1.0 msk Bernaise essens
  • 1.0 msk vatn
  •   kjötkraftur smá

Leiðbeiningar

Matreiðsla: Hitið olíu á pönnu og brúnið vöðvann á pönnu, kryddið salti og pipar. Setjið á ofngrind og í ofn á 100 c í 60 mín eða þar til steikarmælir sýnir 58 c í kjarna. Takið steikina úr ofninum og látið standa á grindinni undir þurru stykki í 15 mín til að láta safann setjast í steikinni. Sósan: Bræðið smjörið í potti og þeytið eggjarauðurnar estragonið, bernaise essensinn, vatnið, saltið, piparinn og kjötkraftinn í stálskál yfir hita, uns þykk og þétt froða hefur myndast. Passið að ofhita ekki eggjablönduna. Blandan má ekki verða heit aðeins volg. Sömuleiðis má smjörið ekki vera of heitt, heldur aðeins volgt. Blandið smjörinu út í hægt og rólega, fyrst 1 msk í einu og síðan í mjórri bunu. Þeytið stöðugt í á meðan smjörinu er bætt við. Endið á að bragðbæta sósuna með smá kjötkrafti, salti og pipar ef þurfa þykir. Framreiðsla: Berið þennan rétt fram með smjörsteiktum sveppum og sykurbaunum. Snöggsoðnu spergilkáli eða bökuðum tómat og bökuðum kartöflum

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Rosalega eru uppskriftirnar girnilegar. Ég vista hverja einustu og get ekki beðið eftir því að prófa mig áfram. Mér hefur alltaf fundist bernaise sósan vera leyndamál kokksins, nú prófa ég sjálf. Takk fyrir mig

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 5.6.2008 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband