Fimmtudagur, 5. júní 2008
Marineraður steinbítur, bakaður með eggaldin
Hráefni
- 600 g steinbítur , roðlaus og beinlaus
- Marinering steinbítur
- 2-3 tsk engifer ferskt og saxað
- 1 hvítlauksrif hvítlaukur saxað
- 1 Rauður chilli , steinhreinsað og saxað
- 2/3 dl sesamolía
- 1 dl olía
- 2/3 dl kókosmjólk
- 1 msk sojasósa
- 1 Lime , börkur af einu lime + safinn
- 1-2 eggaldin
Leiðbeiningar
Blandið öllu sem á að vera í marineringunni saman í skál og hrærið vel saman. Takið frá smá hluta af marineringunni fyrir sósuna á eftir. Sneiðið steinbítinn í þunnar sneiðar, setjið á fat. Hellið marineringunni yfir fiskinn og veltið honum í blöndunni þar til hún hefur hulið allan fiskinn. Geymið í kæli yfir nótt eða í minnst 2-4 tíma. Sneiðið eggaldin í sirka ½ cm sneiðar, leggið á fat og saltið sneiðarnar. Látið standa í ca 10 mín. Þerrið þá allan vökvann af og grillið sneiðarnar á vel heitri grillpönnu til að fá fallegar grillrákir í þær. Leggið sneið af eggaldin á fat, sneið af fiskinum og svo þannig koll af kolli. Setjið grillpinna í hvern fiskturn til að þeir haldi sér. Setjið í eldfast form og bakið í ca 10-15 mín við 180°.Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
dofri
-
ellidiv
-
estersv
-
georg
-
gmaria
-
gretaulfs
-
gudnim
-
harhar33
-
hector
-
helgigunnars
-
jp
-
juljul
-
klossi
-
kolbrunerin
-
krutti
-
ktomm
-
liljabjork
-
lillagud
-
loathor
-
maggibraga
-
magnolie
-
magnusg
-
magosk
-
margith
-
mariaannakristjansdottir
-
neytendatalsmadur
-
omarpet
-
palmig
-
pandora
-
ranka
-
saelkeri
-
sax
-
sibbulina
-
siggagudna
-
siggith
-
skordalsbrynja
-
skulablogg
-
slembra
-
solir
-
steingerdur
-
sur
-
thrudur
-
tildators
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vestskafttenor
-
vga
-
zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 133001
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér líst rosalega vel á þessa uppskrift, verð að próa hana
Lauja, 6.6.2008 kl. 00:01
Girnilegt.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 6.6.2008 kl. 00:08
Namm, þessa verð ég að prófa. Mér finnst Steinbítur æðislegur fiskur.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.6.2008 kl. 02:02
girnilegt....steinbítskinnar eru einn besti fiskur sem ég fæ
Hólmdís Hjartardóttir, 6.6.2008 kl. 12:52
Sæl öll og þakka innlitið.
Guðjón H Finnbogason, 6.6.2008 kl. 15:36
Langt er síðan ég hef fengið steinbít. Einn af þeim bestu fiskum sem ég hef fengið. Steinbítshaus í fiskisoðið gerir kraftaverk. Líst vel á þessappskrift þar sem hin fasta áferð og fina bragð fisksins fer vel með öllu austurlensku.
Gunni Palli kokkur
Gunnar Páll Gunnarsson, 7.6.2008 kl. 06:41
Steini getur bitið.
Prófa í næstu viku
Ingibjörg Friðriksdóttir, 7.6.2008 kl. 10:58
Steinbítur m/lauk og brúnni sósu að hætti mömmu hefur hingað til verið í uppáhaldi en þessi uppskrift er spennandi.
Anna, 8.6.2008 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.