Heilbakaður silungur "Mexicana"

Eldunartími: 45 mín

Hráefni

Fjöldi matargesta:
  • 4.0 Stk. silungur heilir silungar, frekar smáir
  • 1.0 Stk. laukur
  • 1.0 Stk. Rauð paprika
  • 2.0 msk ólífuolía
  • 2.0 tsk. hvítvínsedik
  • 1.0 Stk. Lime safi úr 1 lime
  • 3.0 msk steinselja söxuð
  • 2.0 skvettur Tabasco
  •   salt
  •   pipar úr kvörn
  • Sósa:
  • 1.0 Stk. Avacado vel þroskað (lárpera)
  • 1.5 msk Hrein Jógurt eða sýrður rjómi
  • 1.0 Stk. Lime safi úr 1 lime
  •   salt
  •   pipar

Leiðbeiningar

Undirbúningur: Takið silungana og skolið vel að innan, skerið rákir í fiskflökin báðum megin með 3 cm millibili, rétt eins og verið væri að skera í brauðdeig og leggið í smurt eldfast mót. Matreiðsla: Saxið laukinn og paprikuna smátt og steikið í ólífuolíunni án þess að brúna. Bætið edikinu og safanum úr lime ávöxtinum á pönnuna ásamt steinseljunni, tabasco, salti og pipar og hellið yfir fiskinn. Sejið lok á fatið eða álpappír og bakið í ofni við 180 c í 30 mínútur.

Sósan: Afhýðið lárperuna, skerið í tvennt eftir endilöngu og fjarlægið steininn. Maukið í blandara ásamt jógúrtinu og lime safanum og kryddið með salti og pipar. Framreiðsla: Berið fram með avocadosósu og fersku salati.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband