Vel kryddaðir ýsubitar

Eldunartími: 20 mín og 1 klst í kæli

Hráefni

  • 800.0 g ýsa roð og beinlaus ýsa í u.þ.b. 50g strimlum
  • 2.0 tsk. salt
  • 2.0 tsk. Turmeric
  • 2.0 tsk. chilli duft
  • 1.0 tsk. Kóríander
  •   heilhveiti
  •   olía til steikingar

Leiðbeiningar

Undirbúningur: Leggið fiskbitana þétt saman á fat. Setjið kryddin saman í skál og bætið í örlitlu vatni þannig að úr verði deig á þykkt við vöffludeig. Smyrjið deiginu á fiskinn og látið standa í kæli í a.m.k. 1 klst. Matreiðsla: Veltið fisknum upp úr heilhveitinu og steikið í olíunni í nokkrar mínútur á hvorri hlið uns fallega brúnn. Ath. olían þarf að vera nokkuð mikil á pönnunni því fiskurinn á að hálf djúpsteikjast. Þetta magn af fiski gæti þurft að steikja í tvennu lagi. Takið af pönnunni og þerrið á pappír áður en borin fram. Framreiðsla: Gott er að bera fram eru soðin hrísgrjón og ferskt salat með þessum rétti.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 133000

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband