Laugardagur, 28. júní 2008
Skötuselur með sætum hvítlauk
Hráefni
- skötuselsflök
- pipar , nýmalaður
- salt
- Jómfrúarólífuolía
- bufftómatar flysjaðir, saxaðir og fræhreinsaðir
- Fiskisoð
- kartöflur , skornar í skífur
- lárviðarlauf
- Söxuð steinselja
- Lögur::
- hvítlauksgeirar , skornir í skífur
- sneiðar þurrt brauð , skorpulaust
- klípa af cayenne pipar
- Söxuð steinselja
- þurrt sérrý
Leiðbeiningar
Hitið olíu á pönnu og steikið hvítlaukinn þar til að hann er létt brúnn. Standið yfir þessu því ef hann brennur verður sósan bitur í stað þess að vera sæt. Takið þá frá og skellið í olíuna brauðsneiðunum og steikið þar til þær eru gullnar. Takið frá. Setjið svo tómatana á pönnuna og gerið sósu úr þeim. Bætið við soði, eða krafti og fáið suðuna upp. Kryddið og bætið við kartöflunum og lárviðarlaufi. Látið krauma í 20 mín. Á meðan skuluð þið merja hvítlauk í mortéli með salti og bæta svo steinselju, brauðinu, cayenne pipar og svörtum pipar. Bleytið upp í þykkninu með víninu og varlega setjið þið þykknið svo saman við löginn svo það myndist dökk sósa að kraumtíma loknum. Skerið fiskinn í langar ræmur og kryddið eftir smekk með salti og pipar. Setjið svo saman fiskinn saman við sósuna og látið krauma í ca 5 mínútur í viðbót. Smakkið til. Berist fram sjóðandi heitt með nokkrum steinseljulaufum til skreytingar og allioli sem meðlæti.Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
dofri
-
ellidiv
-
estersv
-
georg
-
gmaria
-
gretaulfs
-
gudnim
-
harhar33
-
hector
-
helgigunnars
-
jp
-
juljul
-
klossi
-
kolbrunerin
-
krutti
-
ktomm
-
liljabjork
-
lillagud
-
loathor
-
maggibraga
-
magnolie
-
magnusg
-
magosk
-
margith
-
mariaannakristjansdottir
-
neytendatalsmadur
-
omarpet
-
palmig
-
pandora
-
ranka
-
saelkeri
-
sax
-
sibbulina
-
siggagudna
-
siggith
-
skordalsbrynja
-
skulablogg
-
slembra
-
solir
-
steingerdur
-
sur
-
thrudur
-
tildators
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vestskafttenor
-
vga
-
zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 133000
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll rakst inn á þetta matarblogg
Skil ekki alveg allt en afhverju er 0,0 pipar 0,0 allioli
Hvað þýðir þetta??
eins 1,0 Lárviðarlauf
0,0 Klípa cayenne pipar
Ægir (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 20:02
Ómótstæðilegar uppskriftir, hver af annarri meira heillandi
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 28.6.2008 kl. 20:04
Velkominn aftur....girnilegur að vanda...
Rúna Guðfinnsdóttir, 28.6.2008 kl. 22:30
Velkominn aftur með þínar frábæru uppskriftir
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.6.2008 kl. 00:19
Þessi hljómar afskaplega vel þó svo að ég skilji ekki alveg 0,0 hlutana.
Ragga (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 00:23
Þu gerir mig svanga
Hólmdís Hjartardóttir, 29.6.2008 kl. 00:30
Sæll frændi, er o,o ekki pínupons .... ?
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 29.6.2008 kl. 01:18
Þori ekki að prófa...skil nefnilega ekki alveg, fyrir harðhausa einsog mig þarf að útsýra vel
Guðni Már Henningsson, 29.6.2008 kl. 14:24
nammi namm *
G Antonia, 30.6.2008 kl. 21:09
Geggjaðar uppskriftir, og ekki svíkur þessi.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.6.2008 kl. 23:48
Sælar allar.Þakka ykkur fyrir komuna,nú set ég inn fleiri uppskriftir sem ég vona að komi ykkur vel.Frænka 0,0=ekki mæling.
Guðjón H Finnbogason, 1.7.2008 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.