Innbakaðar kjúklingabringur með fyllingu

Hráefni

Fjöldi matargesta:
  • 4.0 kjúklingabringur
  • 4.0 plötur smjördeig
  • 1.0 egg , hrært
  • 200.0 g sveppir
  • 2.0 skallaotlaukar
  • 2.0 Hvítlauksrif
  • 1.0 g parmesanostur , rifinn
  • 1.0 Rauð paprika
  • 2.0 msk. oregano
  • 2.0 msk. Basilíkum
  • 1.0 msk. ólífuolía

Leiðbeiningar

1. Skerið allt grænmetið smátt og steikið í olíunni. Ostinum og kryddinu er því næst bætt saman við. Kjúklingabringurnar eru skornar í tvennt og steikar í smástund á pönnu. Smjördeigsplötunum er skipt í tvennt og hver hluti flattur vel út. 2. Á hvern deighluta er sett smávegis af fyllingu, kjúklingabiti er settur ofan á og síðan aðeins meiri fylling. Deiginu er pakkað utan um og sett í eldfast mót. Pakkarnir eru penslaðir með hrærðu eggi og bakaðir við 180°C í ofni. 3. Berið fram með rótargrænmeti eða tvílitu kartöflusalati og sósu að eigin vali.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Guðjón,

Vil hrósa þér fyrir dugnað við bloggskriftir þínar, en fyrir hönd Nóatúns mælist ég til þess að þú vísir til þess hvaðan þú tekur efnið sem þú kýst að birta á síðu þinni.  Sé að ærið margar koma úr okkar smiðju án þess að þess sé getið, t.d. Innbakaðar kjúklingabringur með fyllingu, myntukrydduð jarðarber svo eitthvað sé nefnt.

Með sumarkveðju,

Bjarni Friðrik Jóhannesson, rekstrarstjóri Nóatúns

Bjarni Friðrik Jóhannesson (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 16:47

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Bestu þakkir, þetta ætla ég að hafa um helgina!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 2.7.2008 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 9
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 132699

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband