Jarðarberja- og mynturísottó

handa sex
1/2 kíló g Carnaroli eða Arborio hrísgrjón (Gallo)
5 msk smjör eða góður dreitill jómfrúrólífuolía
1/2 laukur, fínt saxaður
1/2 glas af þurru hvítvíni
1 1/2 l góður kjötkraftur (helst heimatilbúinn). *Grænmetisætur noti vitanlega grænmeitskraft
smjörklípa
ca. 4 msk rifinn parmesanostur
200 g jarðarber
1 búnt fersk mynta
til skrauts:
8 jarðarber skorin til helminga og nokkur fersk myntulauf

Bræðið smjörið á stórri djúpri pönnu við vægan hita og mýkið laukinn í smjörinu (eða olíunni). Hrærið stanslaust í á meðan. Ristið grjónin í lauksmjörinu og látið þau drekka vel í sig smjörið. Hækkið nú hitann og skvettið víni út á pönnu og látið gufa vel upp. Hellið tveimur ausum af krafti út á hrísgrjón og látið gufa upp. Bætið jarðarberjum skornum í tvennt og myntulaufum gróft söxuðum saman við og svo öðrum tveimur ausum af krafti og þannig áfram tveimur ausum 3-4 sinnum. Eftir um 15 mín. þarf að byrja að smakka grjónin með stuttu millibili til að tryggja að þau ofsjóði ekki, en mikilvægt er að hrísgrjón í rísottó (líkt og pasta) séu soðin "al dente", þ.e. grjónin skulu veita dálítið viðnám þegar bitið er í þau. Ef grjónin eru ennþá hörð skal bæta í mesta lagi 1/2 ausu af krafti í einu saman við þar til grjónin eru rétt soðin. Munið að hræra mjög reglulega í allan suðutímann! Þegar rísottóið er soðið skal panna tekin af hita og smjörklípu og rifnum parmesanosti bætt saman við og blandað vel. Látið réttinn standa í örfáar mínútur og berið svo fram undir eins áður en grjónin mýkjast um of og rétturinn kólnar. Hvað salt varðar er best að bæta því saman við í lokin, því kjötkraftur er missaltur hjá hverjum og einum og dugar e.t.v. bara krafturinn, smakkið semsagt til í lokin með salti e. smekk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband