Sunnudagur, 10. ágúst 2008
Jarðarberja- og mynturísottó
1/2 kíló g Carnaroli eða Arborio hrísgrjón (Gallo)
5 msk smjör eða góður dreitill jómfrúrólífuolía
1/2 laukur, fínt saxaður
1/2 glas af þurru hvítvíni
1 1/2 l góður kjötkraftur (helst heimatilbúinn). *Grænmetisætur noti vitanlega grænmeitskraft
smjörklípa
ca. 4 msk rifinn parmesanostur
200 g jarðarber
1 búnt fersk mynta
til skrauts:
8 jarðarber skorin til helminga og nokkur fersk myntulauf
Bræðið smjörið á stórri djúpri pönnu við vægan hita og mýkið laukinn í smjörinu (eða olíunni). Hrærið stanslaust í á meðan. Ristið grjónin í lauksmjörinu og látið þau drekka vel í sig smjörið. Hækkið nú hitann og skvettið víni út á pönnu og látið gufa vel upp. Hellið tveimur ausum af krafti út á hrísgrjón og látið gufa upp. Bætið jarðarberjum skornum í tvennt og myntulaufum gróft söxuðum saman við og svo öðrum tveimur ausum af krafti og þannig áfram tveimur ausum 3-4 sinnum. Eftir um 15 mín. þarf að byrja að smakka grjónin með stuttu millibili til að tryggja að þau ofsjóði ekki, en mikilvægt er að hrísgrjón í rísottó (líkt og pasta) séu soðin "al dente", þ.e. grjónin skulu veita dálítið viðnám þegar bitið er í þau. Ef grjónin eru ennþá hörð skal bæta í mesta lagi 1/2 ausu af krafti í einu saman við þar til grjónin eru rétt soðin. Munið að hræra mjög reglulega í allan suðutímann! Þegar rísottóið er soðið skal panna tekin af hita og smjörklípu og rifnum parmesanosti bætt saman við og blandað vel. Látið réttinn standa í örfáar mínútur og berið svo fram undir eins áður en grjónin mýkjast um of og rétturinn kólnar. Hvað salt varðar er best að bæta því saman við í lokin, því kjötkraftur er missaltur hjá hverjum og einum og dugar e.t.v. bara krafturinn, smakkið semsagt til í lokin með salti e. smekk.
Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
- bjarkey
- bjarnihardar
- dofri
- ellidiv
- estersv
- georg
- gmaria
- gretaulfs
- gudnim
- harhar33
- hector
- helgigunnars
- jp
- juljul
- klossi
- kolbrunerin
- krutti
- ktomm
- liljabjork
- lillagud
- loathor
- maggibraga
- magnolie
- magnusg
- magosk
- margith
- mariaannakristjansdottir
- neytendatalsmadur
- omarpet
- palmig
- pandora
- ranka
- saelkeri
- sax
- sibbulina
- siggagudna
- siggith
- skordalsbrynja
- skulablogg
- slembra
- solir
- steingerdur
- sur
- thrudur
- tildators
- valgerdurhalldorsdottir
- vestskafttenor
- vga
- zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.