Sítrusgrillaður lax með kartöflum og dilli

Eldunarmátinn "al cartoccio" er algengur á Ítalíu og hefur verið að ryðja sér til rúms annars staðar. Cartoccio merkir smápakki, eða lítill poki eða böggull og lýsir það eldunaraðferðinni vel, því hráefninu sem elda skal er einfaldlega pakkað inn í álpappírs- eða bökunarpappírsörk og það bakað eða grillað í 20-25 mín. Smápökkunareldunarmátinn er bæði einfaldur auk þess sem þessi aðferð varðveitir jafnvel hið mildasta og faldasta bragð og ilm hráefnanna. Hér er á ferðinni eldunarmáti sem er á allra færi, en sem getur fært manni mikla ánægju og fullnægju sem kokkur og sælkeri. Augnablikið þegar pappírsböggullinn er opnaður og til vitanna streymir innilokaður ilmurinn er dásamlegt. 1. Álpappír eða bökunarpappír?
Út frá "praktísku" sjónarmiði er álpappírinn þægilegri kostur. Það er þægilegt að nota hann og "loka" honum (nægir að brjóta eða rúlla aðeins upp á kanta hans) auk þess sem hann er fallegur til að bera fram í. Bökunarpappírinn má einnig nota í sama tilgangi, en hann er bæði erfiaðara að eiga við og eins er hann ekkert sérstaklega mikið augnayndi þegar á matborðið er komið (sérstaklega ef um matarboð er að ræða). Það sem er mikilvægast við þennan eldunarmáta er að bögglarnir séu vel lokaðir og að eldunarsafinn sem myndast innan í bögglunum hafi hvergi færi á að leka út. Vegna þessa er ráðlegra að leggja aldrei matarbögglana beint á grillgrind (í ofni eða útigrills), heldur á t.d. álbakka eða ofnskúffu sem tekur þá við safanum ef eitthvað skyldi leka úr bögglunum. 2. Hvað setur maður í bögglana?
Það er nánast hægt að pakka nánast hverju sem er inn og grilla á umræddan máta. Gæta þarf að sér þegar hráefni eru notuð sem mynda mikinn safa, eins og t.d. ef heilelda á kjúkling. Þá er t.d. lausn að setja kartöflur með í pakkann sem drekka í sig mestan safann. Grænmeti myndar einnig mikinn safa og þá er gott ráð að stinga nokkur göt á böggullinn áur en hann er borinn fram og láta umfram safann drjúpa af. Alltaf skal vera búið að krydda réttinn og bragðbæta áður en honum er pakkað inn, því varast skal að opna bögglana á meðan á eldun stendur. Maður getur hvort sem er eldað hráefni frá grunni á þennan máta, eða bragðbætt eldað hráefni á þennan hátt (t.d. kjötafgangar, settir í kúskús eða grjón með grænmeti og kryddurtum). Eldunartíminn er auðvitað misjafn eftir hráefni og kjöt þarf vitanlega lengir bökunartíma en fiskur. Gott er að miða við ca. 200 gr. hita.3. Þægilegur og fyrirhafnalaus eldunarmáti
Eðlis síns vegna er "bögglaeldamennskan" ekki bundin við eldhúsið eða grillið, en er einni kjörin í útileguna, fjallgönguna, strandferðina, eða m.ö.o. þegar maður vill slá upp sælkeramáltíð úti í náttúrunni með lítilli fyrirhöfn. Nóg er að kippa með sér álgrilbakka með grind og kolum.Nokkrar "grillbögglahugmyndir"
  • Heill fiskur (t.d. silungur), fylltur með kryddjurtum. Kokteiltómötum eða blöndu af rauðum paprikustrimlum og laukstrimlum raðað í kring.
  • Skelfiskur (fyrirfram eldaður og án skelja) með ólífum og dálitlu tómatpuré
  • Spínat léttsoðið (í örlitlu vatni) ásamt rúsínum, furuhnetum, e.t.v. kryddjurtum og yfir sett sneið af gorgonzola eða annar ostur (sett í ofn í 10 mín.)
  • Ávextir (t.d. perur, epli, ferskjur). Setjið e.t.v. nokkra negulnagla í böggulinn eða engiferduft til að lyft ávaxtaeftirréttinum í enn hærri hæðir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband