Grillaðir hamborgarar með Gorgonzola og beikoni

Uppskrift fyrir fjóra:

Hamborgararnir:
650 gr. nautahakk
8 beikonsneiðar
4 sneiðar af Gorgonzola osti frá Galbani
Salt og nýmalaður svartur pipar

Hamborgarabrauðin:
4 hamborgarabrauð, skorin í tvennt
2 msk. ósaltað smjör, bráðið

Meðlæti:
Kálblöð, tómatar í sneiðum og niðurskorinn laukur.

Hamborgararnir:
Gerið grillið tilbúið fyrir eldamennskuna. Mótið nautahakkið í fjóra hamborgara og kryddið hvern hamborgara báðum megin, eftir smekk. Vefjið tveimur beikonsneiðum utan um hvern hamborgara. Grillið hamborgarana við miðlungshita í um 4 mín., eða þar til neðri hliðin er orðin brún að lit. Snúið hamborgurunum við og setjið Gorgonzola sneiðarnar ofan á. Grillið í ca. 4 mín. til viðbótar, eða þar til hamborgararnir eru steiktir í gegn.

Hamborgarabrauðin:
Á meðan, penslið skornu hliðar brauðanna með smjörinu. Grillið brauðin, með skornu hliðarnar niður, þar til létt ristuð.

Setjið hamborgarana ofan á brauðin, setjið kál, tómata og lauk ofan á, og berið fram strax.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband