Lamba enchiladas með myntu

600 g lambakjöt, skorið í teninga (t.d.gúllas eða lærisneiðar)

1 laukur, skorinn í sneiðar

1 1/2 bolli kramdir tómatar

1 gulrót, skorin í teninga

1 bolli sveppir, skornir í sneiðar

1/2 bolli rauðvín

1/2 bolli sýrður rjómi

1 msk steinselja

gott salt og nýmalaður pipar t.d. Santa Maria kryddkvörn, Black & White)

2 hvítlauksgeirar

2 msk fersk söxuð mynta

2 msk jómfrúrólífuolía (Carapelli)

1 sellerístöngull, skorin í bita

hnífsoddur cayennepipar

safi af 1 sítrónu

8-10 tortillur (Santa Maria, t.d. soft tortilla eða organic)

2 bollar rifinn ostur (t.d. cheddar eða blanda af gouda og parmesan).

 

Salsa:

3 tómatar, skornir í litla teninga

gott salt og nýmalaður pipar

safi úr 1 lime

1 marinn hvítlaukseiri

2 msk jómfrúrólífuolía

2 msk saxað ferskt kóríander

1/2 fínt saxaður rauðlaukur

1 saxað jalapeno (Ferskt eða úr dós), eða grænn ferskur pipar (magn eftir smekk)

 

 

 

 

Byrjið á að búa til salsasósuna. Hrærið saman öllu hráefni og látið standa í kæli í a.m.k. 30 mín.

Hitið ólífuolíu á stórri pönnu og mýkið laukinn í henni í 2 mín. Bætið þar á eftir hvítlauk á pönnu og yljið í 1 mín. Bætið þá lambakjötbitum saman við ásamt kryddi og brúnið í 5 mín.Hrærið í af og til. Bætið svo rauðvíni saman við og látið malla áfram í ca. 2 mín. Bætið sveppum saman við og látið malla í 2 mín. Bætið nú mörðum tómötunum, gulrót, sellerí, cayenne og sítrónusafa saman við og látið krauma í 8-10 mín. Slökkvið á hellu og bætið ferskri steinselju, kóríander og sýrða rjómanum út á pönnu og látið blönduna kólna dálítið. Dreyfið henni svo jafnt á tortillakökurnar, rúllið þeim upp, raðið þeim í léttsmurt eldfast mót, dreyfið osti yfir og bakið í 10-12 mín við 170 gr. C.

Berið fram með salsasósu og fersku salati.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband