Kjúklingabringur með Mozzarella og sólþurrkuðum tómötum

Uppskrift fyrir fjóra:

4 kjúklingabringur
1/2 krukka Sacla L´Antipasto sólþurrkaðir tómatar
4 sneiðar Galbani Mozzarella ostur
Basillauf
1 tsk. ólífuolía
Salt og pipar

 

Hitið olíuna á pönnu. Kryddið kjúklingabringurnar eftir smekk og steikið á pönnunni. Færið kjúklinginn af pönnunni og setjið sólþurrkaða tómata ofan á hverja bringu. Bætið síðan Mozzarella ostsneið ofan á ásamt basillaufi. Setjið kjúklinginn aftur á pönnuna, látið lokið á, og steikið þar til osturinn er bráðnaður. Berið fram strax.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

einmitt það sem ég hef verið að leita að, uppskriftir fyrir kjúkling þar sem ekki er minnst á grænmeti

Hulda (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 18:01

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég má til með að segja, þó það komi færslunni ekkert við, að ég prufaði þetta meðlæti frá þér með fiskrétti:

Meðlæti
3 stk. hvítlauskrif, stór (eða risahvítlauksrif)
1 stk. rauðlaukur
4 msk. fururhnetur, létt brúnaðar
8 msk. hjartahnetur (cashewhnetur), létt brúnaðar á þurri, heitri pönnu
1/2 haus jöklasalat

Rosalega bragðgott og svona öðruvísi. Takk fyrir.
250 g radísur
2 msk. ólífuolía til steikingar

Rúna Guðfinnsdóttir, 20.8.2008 kl. 18:46

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Segi eins og hún Hulda hér fyrir ofan, þessu hef ég sko beðið eftir, og þetta hljómar dásamlega. -  Ég ætla sko að prófa þetta.  Kærar þakkir.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.8.2008 kl. 23:34

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll frændi.

Mjög spennandi að prófa, takk kærlega.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 21.8.2008 kl. 00:29

5 Smámynd: G Antonia

Alltaf gaman að prófa nýja uppskrift með kjúklingabringum - takk fyrir það!   Eins fyrir allar þínar uppskriftir sem þú setur hér og lætur manni í té.!!  Eigðu þakkir fyrir. Bestu kveðjur

G Antonia, 21.8.2008 kl. 00:56

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Namm namm, þessa ætla ég að elda um helgina.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.8.2008 kl. 01:23

7 Smámynd: Brynja skordal

Nammi namm takk fyrir mig

Brynja skordal, 21.8.2008 kl. 01:40

8 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Búin ad kaupa í réttinn og verdur á bordum í kvöld

Eigdu gódann dag og takk fyrir gódar uppskriftir

Gudrún Hauksdótttir, 21.8.2008 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband