Föstudagur, 22. ágúst 2008
Heitt "roast beef" á baunum og beikoni
Undirbúningur og eldun: 1 klst og 20 mín
Fyrir 4
1 kg vel hangið og fitusprengt nautafillet
olía til steikingar
salt og pipar
8 sneiðar beikon
5 skalotlaukar, afhýddir
200g sveppir, skornir í tvennt
200g haricots baunir, gróft skornar
½ tsk timjan
4 dl nautakjötsoð, eða vatn og teningar
1 dl rjómi
½ tsk enskt sinnep (hægt er að nota aðrar tegundir af sinnepi)
sósujafnari
smjör til steikingar
Matreiðsla
Brúnið kjötið á pönnu í smá olíu, kryddið með salti og pipar úr kvörn. setjið á ofngrind og leggið 2 beikonsneiðar ofan á kjötið. Setjið í 120 c heitan ofn og steikið í 45 mín eða þar til kjarnhiti hefur náð 58 c. Takið þá steikina út úr ofninum og látið standa á grindinni í 20 mín undir stykki (alls ekki álpappír).
Sósa
Skerið beikonið í bita og steikið á þurri pönnu, með laukunum, uns brúnað. Bætið smjörinu á og steikið sveppina áfram með beikoninu og laukunum. Bætið að lokum baununum í ásamt soðinu, thimian og rjómanum, þykkið með sósujafnara og bætið sinnepinu í allra síðast.
Framreiðsla
Skerið kjötið í sneiðar og raðið á fat og berið fram með sósunni og soðnum kartöflum.
Annað
Mjög gott er líka fyrir þá sem eru hrifnir af hvítlauk að nota 1 hvítlauksgeira fínt saxaðan í sósuna.
Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
dofri
-
ellidiv
-
estersv
-
georg
-
gmaria
-
gretaulfs
-
gudnim
-
harhar33
-
hector
-
helgigunnars
-
jp
-
juljul
-
klossi
-
kolbrunerin
-
krutti
-
ktomm
-
liljabjork
-
lillagud
-
loathor
-
maggibraga
-
magnolie
-
magnusg
-
magosk
-
margith
-
mariaannakristjansdottir
-
neytendatalsmadur
-
omarpet
-
palmig
-
pandora
-
ranka
-
saelkeri
-
sax
-
sibbulina
-
siggagudna
-
siggith
-
skordalsbrynja
-
skulablogg
-
slembra
-
solir
-
steingerdur
-
sur
-
thrudur
-
tildators
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vestskafttenor
-
vga
-
zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.