Lambafilet með krækiberjasósu og rauðkáli

Lambafilet með krækiberjasósu og rauðkáli (4 manns) Hráefni 800 g lambafilet, í 200 g steikum 3 msk. olía Rauðkál í krækiberjasósu 2-3 msk. matarolía 2 stk. laukur 400-500 g rauðkál, nýtt 6-8 dl rauðvín (óáfengt) 1 msk. villijurtir í púrtvíni (frá Pottagöldrum) 4 stk. lárviðarlauf 1 dl krækiberjasaft 2 dl kjúklingasoð (vatn og Knorr-teningur) 2-3 msk. maizenamjöl eða sósujafnari Meðlæti 12-16 stk. kartöflur, smáar Aðferð Brúnið kjötið vel í olíu á pönnu. Kryddið með salti og pipar. Setjið í 200°C heitan ofn í 6 mínútur, takið út úr ofninum, látið standa í 3 mín. og setjið aftur inn í aðrar 3 mínútur. Berið fram með rauðkáli og krækiberjasósu. Rauðkál í krækiberjasafa Skerið laukinn í sneiðar og rauðkálið í strimla. Steikið í olíu í 12 mínútur. Bætið þá kryddjurtum og öllum vökvanum saman við og sjóðið við vægan hita í 8-10 mínútur. Þykkið með sósujafnaranum og sjóðið áfram í 2-3 mín. Setjið sósuna og kálið á miðja diska, skerið hverja steik í fjóra bita og raðið snyrtilega niður. Meðlæti Berið fram með soðnum kartöflum

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband