Laugardagur, 20. september 2008
Svínafillet með hvítum aspas og anís-appelsínusósu
Uppskrift fyrir fjóra:
4 svínafillet (ca 120 g hvert)
2 búnt ferskur hvítur aspas (frá Rosara)
40 g smjör
Sósan:
1 appelsína
2 anísstjörnur
3 eggjarauður
1 tsk steytt anís
175 g smjör
salt og pipar
Hreinsið appelsínu, kreistið úr henni safann og saxið niður börkinn (skafið hvíta hlutann fyrst innan úr). Hellið safa og berki í pott ásamt anísfræjum og látið suðu koma upp. Látið kryddsafann malla við vægan hita í 5 mín. og látið kólna þar til rétt volgt. Þvoið aspasstönglana, skerið 1-2 cm neðan af þeim og skafið ysta trefjalagið utan af þeim með þar til gerðum aspashníf eða kartöfluflysjara (mjög þunnar ræmur). Mikilvægt er að skafa frá aspastoppnum og niður á við. Skolið varlega og sjóðið í söltu vatni í háum potti í 15-20 mín. Þegar suðutíma lýkur, skolið þá aspasinn varlega og leggið til hliðar. Steikið svínakjötið á pönnu sem ekki festist við upp úr smjöri í 3 mín á hvorri hlið. Saltið, piprið og haldið heitu. Sigtið appelsínusafann. Þeytið saman egg, salt og pipar í þykkbotna potti yfir vægum hita. Bætið anís saman við og þá appelsínusafanum í litlum skömmtum. Látið sósuna þykkna örlítið í 2 mín (áfram yfir mjög vægum hita) og þeytið stöðugt á meðan og bætið smjörinu í bitum saman við. Hrærið þar til allt er vel samlagað. Takið af hita. Raðið svínafillet á einstaklingsdiska, raðið aspas í kring og þekið með sósunni. Skreytið með ferskum kóríander og/eða appelsínusneiðum.
Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
- bjarkey
- bjarnihardar
- dofri
- ellidiv
- estersv
- georg
- gmaria
- gretaulfs
- gudnim
- harhar33
- hector
- helgigunnars
- jp
- juljul
- klossi
- kolbrunerin
- krutti
- ktomm
- liljabjork
- lillagud
- loathor
- maggibraga
- magnolie
- magnusg
- magosk
- margith
- mariaannakristjansdottir
- neytendatalsmadur
- omarpet
- palmig
- pandora
- ranka
- saelkeri
- sax
- sibbulina
- siggagudna
- siggith
- skordalsbrynja
- skulablogg
- slembra
- solir
- steingerdur
- sur
- thrudur
- tildators
- valgerdurhalldorsdottir
- vestskafttenor
- vga
- zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.