Mánudagur, 6. október 2008
Íslensk villigæs
Uppskrift fyrir átta:
6 gæsabringur, hamflettar og fituhreinsaðar
2 box fersk kirsuber - steinhreinsuð og skorin til helminga
2 shallott laukar - saxaðir smátt
2 msk. sykur
1 ½ bolli púrtvín
12 msk. smjör í bitum
8 kvistir rósmarín
Salt og nýmalaður pipar
Ólífuolía
Ofninn hitaður í 180°. Saltið og piprið bringurnar. Steikið bringurnar við góðan hita á pönnu í örlítilli ólífuolíu. Færið bringurnar í eldfast fat og setjið í ofn í 12 mín. - varist að ofelda. Athugið að eldun heldur áfram í nokkrar mínútur eftir að þær koma úr ofninum. Meðan bringurnar bakast í ofninum eru kirsuberin sett á pönnuna ásamt lauknum, víninu og sykrinum. Sjóðið saman í 5 - 6 mín. eða þar til berin eru elduð. Takið af hitanum og þeytið smjörbita í einn í einu. Bragðbætið með salti og pipar. Takið bringurnar úr ofninum og látið jafna sig í nokkrar mín.. Skerið niður - raðið á diska setjið sósu yfir og einn rósmarín kvist á hvern disk. .
(Í þessa uppskrift má líka nota 8 andarbringur.)
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
dofri
-
ellidiv
-
estersv
-
georg
-
gmaria
-
gretaulfs
-
gudnim
-
harhar33
-
hector
-
helgigunnars
-
jp
-
juljul
-
klossi
-
kolbrunerin
-
krutti
-
ktomm
-
liljabjork
-
lillagud
-
loathor
-
maggibraga
-
magnolie
-
magnusg
-
magosk
-
margith
-
mariaannakristjansdottir
-
neytendatalsmadur
-
omarpet
-
palmig
-
pandora
-
ranka
-
saelkeri
-
sax
-
sibbulina
-
siggagudna
-
siggith
-
skordalsbrynja
-
skulablogg
-
slembra
-
solir
-
steingerdur
-
sur
-
thrudur
-
tildators
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vestskafttenor
-
vga
-
zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Styrkir orkuskipti í Flatey um 215 milljónir
- Hvenær upplifði hann að bróðir minn hefði orðið máttlaus?
- Málið endurflutt: Rétturinn vill frekari skýringar
- Hver er menntastefna íslenskra stjórnvalda?
- Hörkuhnútur sem við erum ekki enn búin að leysa
- Þekkir ekki annað en sérstaka tíma á Alþingi
- Allt stopp árum saman
- Gæsluvarðhald framlengt í stunguárásarmáli
Erlent
- Sumarbúðir lagðar í rúst: Yfir 20 stúlkna saknað
- Ætla að senda Sýrlendinga aftur til Sýrlands
- Klóraði hendur og andlit barnanna
- Elon Musk stofnar Ameríkuflokkinn
- Heita því að leita þangað til allir eru fundnir
- Stóra fallega frumvarpið orðið að lögum
- Á þriðja tug látnir vegna flóða í Texas
- Íhuga kaup á loftvarnakerfum fyrir Úkraínu
Fólk
- Tignust allra
- Kim Kardashian fékk dómsskjöl send til sín til Feneyja
- Að vita ekki hvað bíður manns
- Flúði til Sviss vegna líflátshótana
- Tónleikum Mansons aflýst í Brighton
- Sophia, umboðsmaður Caitlyn Jenner, látin eftir hræðilegt slys
- Laufey heiðraði minningu Diogo Jota í Liverpool
- Hefði allt eins getað sungið Atti katti nóa
Athugasemdir
Kirsuber, þetta er nýtt innleg fyrir mér sem ég verð nú að prófa.
Grunar að þetta fari snilldarvel saman við gæzina.
Takk.
Steingrímur Helgason, 7.10.2008 kl. 00:43
Já kirsuber eru mjög ljúfeng med öllu viltu.Hef smakkad tad med hreindýri sem ég elda stundum.
Er med stórt kirsuberjatré í gardinum mínum.
Takk fyrir allar tínar gódu uppskriftir.
Knús á tig inn í gódann dag.
Gudrún Hauksdótttir, 7.10.2008 kl. 09:13
Mmmm, en áttu nokkuð uppskrift af sprengdum bönkum eða verðbólgusvínum?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.10.2008 kl. 12:03
Nú væri gott að fá kreppu uppskriftir....kanntu einhverjar þar sem baunir koma við sögu? Þær eru ekki bara hollar heldur líka mjög ódýrar og góðar..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 10.10.2008 kl. 14:59
Nammi nammm..og takk fyrir frændi minn að kíkja inn á síðuna mína. Og bestu kveðjur frá Eyjum
Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 11.10.2008 kl. 18:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.