Hvað er Framsóknarþingmenn að meina?

 

Var Framsóknarflokkurinn ekki í ríkistjórn á undan þessari þ.e. fyrir 2 árum og sat í hvað 8 ár og gerðu þeir ekki neitt, jú þeir stóðu alveg eins mikið fyrir spilaborginni og aðrir og soltið meira.En oft er það með Framsóknarmenn að þeir vita ekki hvort þeir eru að koma eða fara og vita ekki hvað er vinstri eða hægri þeirra þægilegasta staða er að setja hausinn í sandinn því miður.Það þíðir ekki að tala þannig að menn hafi ekki komið nálægt þessu og að þessir menn skuli ekki reyna að koma með einhverjar lausnir en frá Framsókn kemur ekkert það má þó seigja um VG að þar hefur verið haldið fram í nokkur ár að halda að sér höndum og líka að formaður þeirra kemur fram með tillögur að lausnum og það er vel.Mér finnst Geir hafa staðið sig mjög vel í þessari miklu vinnu sem stendur yfir og reyna að bjarga því sem bjargað verður og sama má seigja um Samfylkinguna en því miður vantar einhverja skeleggasta stjórnmálamann sem er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir en vonandi kemur hún vel frá sínum veikindunum og tekur svo á þessum málum.Það er  líka gott samstarf í Ríkistjórn og er líklega þannig að það þíðir ekkert fyrir Framsóknarflokkinn að tala það í sundur.Í endann vil ég segja að formaður Framsóknar ætti frekar að takka þátt í Þorrablótum og árshátíðum en stjórnmálum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Allo allo.

Hressilegur pistill. Framsóknarmenn eru opnir í báða enda í pólitík. Opnir fyrir öllu og öllum. Bara að komast í ríkisstjórn er þeirra mottó en svo þegar þangað er komið er ekkert gagn af þeim.

Geir hefur staðið sig vel núna en mér fannst hann ósköp litlaus áður en þessi ósköp dundu yfir. Hann var búin að fá viðvarandir og einnig Ingibjörg Sólrún. Þau voru á einhverju rósrauðu skýi í einkaþotu eftir að þau gengu í stjórnarhjónabandið sitt. Einkaþotan er lent og blákaldur veruleikinn tók á móti þeim.

Nú eiga þau að taka af skarið og reka Seðlabankastjórana. Þar eiga að vera fagmenn og það er ég búin að tuða um í mörg ár.  Vil hafa hlutlaust fólk í þessum stöðum en ekki pólitíska fulltrúa sem stjórna ríkisstjórninni úr Seðlabankastólnum. Þreytt á því að uppgjafa ráðherrar og þingmenn fái þar stóla til að verma.

Guð veri með þér.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.10.2008 kl. 22:01

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Innlitskvitt....

eigdu gódann dag

Gudrún Hauksdótttir, 15.10.2008 kl. 05:49

3 identicon

Framsóknarmenn hafa alltaf staðið fyrir því að atvinna væri næg þeir börðust hvað mest fyrir álveri á Reyðarfirði þeir vöruðu við að  aðgerða væri þörf fyrir einu og hálfu ári  í síðustu kosningum var slagorð áfram ekkert stopp það hefði verið betra að halda áfram að fjölga atvinnutækifærum þá.Svo kemur skýrsla í vor og hún er ljót seigir staðreyndir og er því stungið undir stól staðinn fyrir aðgerðir strax hausnum hefur verið stungið í sandinn af þessari ríkistjórn því miður

Jón Ó Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband