Fékk þetta sent.

 

 

         

 

VIÐ SOFNUÐUM Á VERÐINUM....

   

Nú vandi steðjar okkur að og virðist endalaus

velmegunin orðin slík að fjandinn sleppur laus

krepputalið allsstaðar að æra sérhvern mann

og klúðrið alveg skelfilegt í kringum óhroðann.

  

 

Dimmir skuggar dansa yfir sjokkeraðri þjóð

sem fyrir nokkrum dögum þótti snjöll og ráðagóð

 

útrásina miklu studdi hún svo trú og dygg

fjármál landsins virtust vera örugg öll og trygg

  

En hættan lá í leyni og við gleymdum okkur öll

við það að eyða peningum og virkja ár og fjöll

kaupa allt sem hugur girntist bæði hér og þar

kaupa merkjaverslanir já heilu keðjurnar.

  

Kaupa jeppa, kaupa hús og verða rík og flott

Kaupa höll með garðhýsi og kaupa heitan pott

Kaupa líf sem gæti virst svo fullkomið og smart

Kaupa álit annarra en njóta þess þó vart.

  

Verðbólgan að sliga allt en við svo rosa klár

Nastaq þetta, Össur hitt og Dow Jones algjört fár

Vildum sýna veröldinni þó við séum smá

við gætum reddað heiminum ef þannig stæði á.

  

Nú stoltið sært og dapurlegt og þjóðin öll í sorg

sársaukann og vonbrigðin má sjá í bæ og borg

Bakland það sem fólkið taldi tryggja efri ár

tekið verður upp í skuld, en skilur eftir sár.

  

Þó það sé þyngr´en tárum tak´ að sættast þetta við

tilfinningar splundraðar og dapurt ástandið

þá saman öflug getum verið, ákveðin og sterk

fámenn þjóð með styrk sem getur gert mörg kraftaverk.

  

Upp með ermar, upp með bros og allir saman nú

aldrei meigum gefast upp né glata okkar trú

knúsumst bara þéttingsfast og hefjumst handa við

að bæta það sem bæta má og efla mannlífið.

 BH 2008.

 

En...núna er dagurinn í dag íslenskur veruleiki...og  því skylda okkar fullorðnu að takast á við hann...með jákvæðni...bjartsýni og krafti...nýta orkuna sem við eigum..og byggja börnunum okkar og barnabörnum nýtt og betra þjóðfélag...breyta áherslunum...hlúa að og gefa hvert öðru tíma...njóta þess sem er...og hætta að hugsa um það sem við höfum ekki....

 

Við erum þjóð elds og ísa...hamfara og hremminga...baráttu og sigurvilja og við gefumst ALDREI upp....því við getum ALLT....

       


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Þetta er bara flott

Guðborg Eyjólfsdóttir, 16.10.2008 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband