Karrýsjávarréttarsúpa.

 

Súpa fyrir 8 manns

Hráefni:

1½       stk       laukur                                     
½         stk       sítróna
2          stk       gulrætur
1          L          hvítvín
1          L          nýmjólk
2          L          rjómi
100      gr         smjör
100      gr         hveiti
500      gr         rækjur
500      gr         kræklingur
x                      karrý
x                      fiskikraftur
x                      humarkraftur
Aðferð:

1
Bræðið smjörið, bætið hveiti útí og hrærið saman svo úr verði smjörbolla.

2
Saxið lauk,gulrætur,sítrónu og létt steikið ásamt karrý, hellið hvítvíni útí og sjóðið niður um helming. 

3
Setjið fiski-og humarkraft eftir smekk útí og smakkið til, sigtið súpu og þykkið með smjörbollu.

4
Bætið mjólk og rjóma útí og látið súpuna létt sjóða.

5
Bætið rækjum og krækling útí og e.t.v humar eða fleiri sjávarföngum eftir smekk.

Gott er að bera fram með súpunni þeyttan rjóma og Snittubrauð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...Þetta er (rosa) stór uppskrift,,en djöfull.....held ég að hún sé góð........

Res (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 20:10

2 identicon

Frábær uppskrift. Væri hægt að nota mysu í staðinn fyrir hvítvín.

Bergþóra (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 18:09

3 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Það er vel hægt að hafa mysu í stað hvítvíns.

Guðjón H Finnbogason, 20.10.2008 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 132628

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband