Sunnudagur, 19. október 2008
Stöð2 ætti að framleiða færri þætti og vanda sig betur.
Í kvöld er ég búinn að horfa á Svarta engla á ríkinu og Dagvaktina á stö2 gjörólíkir þættir og gjörólíkir í vinnslu annar er unnin á fagmannslegan hátt en hinn er bara rugl sem gengur út á það eitt að niðurlægja konur=Dagvaktin er illa unnin og ófagmannlega set upp en Svartir englar er einhver besti þáttur sem sýndur hefur verið í Íslensku sjónvarpi fyrr og síðar,einnig eyðileggja ruvmenn ekki sína þætti með auglýsingum inní þáttunum eins og stöð2 gerir.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
- bjarkey
- bjarnihardar
- dofri
- ellidiv
- estersv
- georg
- gmaria
- gretaulfs
- gudnim
- harhar33
- hector
- helgigunnars
- jp
- juljul
- klossi
- kolbrunerin
- krutti
- ktomm
- liljabjork
- lillagud
- loathor
- maggibraga
- magnolie
- magnusg
- magosk
- margith
- mariaannakristjansdottir
- neytendatalsmadur
- omarpet
- palmig
- pandora
- ranka
- saelkeri
- sax
- sibbulina
- siggagudna
- siggith
- skordalsbrynja
- skulablogg
- slembra
- solir
- steingerdur
- sur
- thrudur
- tildators
- valgerdurhalldorsdottir
- vestskafttenor
- vga
- zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 132628
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki dettur mér til hugar að horfa á þátt sem heitir "svartir englar". Bara nafnið er niðurdrepandi. Það er ekki það sem við þurfum núna. Lífið er dásamlegt, en þessir gúrúar eru alltaf að leita uppi sitjúasjónir, sem almenningur þekkir ekki, vegna þess að það er eitthvað að í þeirra ranni. Dagvaktin er sjúkleg og ef eitthvað af mínum börnum væru höfundar , þá myndi ég senda þau beint til sálfræðings.
Oddur Helgi Halldórsson, 19.10.2008 kl. 22:36
Ég hef aldrei horft á dagvaktina en Svartir englar eru bara stórgóðir þættir
Hólmdís Hjartardóttir, 19.10.2008 kl. 22:37
Ég skil þig vel Oddur og er á sama máli með börnin.Svartir englar eru góðir þættir er sammála þér Hólmdís.Eigi þið góða viku framundan.
Guðjón H Finnbogason, 19.10.2008 kl. 22:47
Ég furða mig á því hvar ég lenti, Oddur horgir ekki á þátt þar sem umbúðit hans "nafnið" hljómar niðurdrepandi, talar um einhverja gúrúa og segist myndi senda sín barnabörn til sálfræðings ef þau væru höfundar Dagvaktarinnar. Oddur þú ættir kanski að panta tíma sjálfur og jafnvel gætir tekið Guðjón með þér þar sem hann er sammála þér með börnin. Hólmdís og Guðjón eru nú samt ýfið jákvæðari. En ég get þó tekið undir guðjóni þegar hann tala um að Svartir Englar séu vel gerðir. Þetta er vel gert í marga staði þó ég telji að einn aðaleikarinn sé lélegur leikari.
En nú byrjar ný vinnuvika og allir byrja hana með bros á vör.
Stefán Þór Steindórsson, 20.10.2008 kl. 00:07
Ég hef ekki séð Svarta Engla.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.10.2008 kl. 00:16
Svartir Englar krefjast þess að maður fylgist með hverjum þætti fyrir sig og helst allri "seríunni". Dagvaktin er þannig úr garði gerð að það breytir engu þó maður sjái aðeins einn þátt á stangli. Hvor þáttur um sig höfðar til ákveðinna hópa og mér er ekki með nokkru móti skiljanlegt að eilíflega þurfi ávallt að gera alla hluti upp sem slæma eða góða. Við höfum ólíkt val og skoðanir og það ber að virða. Það er steinaldarháttur að gera lítið úr skoðunum annara og telja sjálfan sig ofar öðrum í vali á afþreyingu. (Punktur)
Halldór Egill Guðnason, 20.10.2008 kl. 01:31
Sæll vinur og takk fyrir bloggvináttuna. Ég vinn með einum úr Svörtum englum og hann er þögull sem gröfin, ég hef hann grunaðan. Maðurinn minn sagði í gærkvöldi að ef allt væri sem sýndist ætti ég að fara varlega í vinnunni
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 08:29
Innlitskvitt...get tví midur ekki tekid tátt í umrædunni.
kvedja frá danaveldi
Gudrún Hauksdótttir, 20.10.2008 kl. 09:31
mér finnst ekkert varið í Svarta engla, því miður. Ekkert varið í þá þætti þó ég horfi á þá með öðru auganu. Hinsvegar er skemmtilegur húmor i Dagvaktinni og maður liggur í krampa í hverju atriði. Greinilega algert smekksatriði þarna á ferð. Yngra fólkið vill Dagvaktina allavega og reyndar eldra fólkið í kringum mig. Held þið hafið bara ekki húmor fyrir þessum leikurum í Dagvaktinni sem eru snilld.
Frelsisson (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 10:23
Hvernig getur Dagvaktin gengið út á að niðurlægja konur?
Það er verið að niðurlægja Ólaf í þessum þáttum og Ólafur er karlmaður. Það er hótelstýran sem niðurlægir hann og hótelstýran er kona.
BigBrother (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 10:31
eru þeir ekki bara ágætir þessir þættir
Jón Snæbjörnsson, 20.10.2008 kl. 11:04
Dagvaktin vekur ekki neina sérstaka kátínu hjá mér. Ekki vandað til verks. Svartir englar eru stæling af danska þættinum Erninum. Rúv er nú að færa sig upp á skaftið, þeir eru nú farnir að koma með auglýsingar á milli þátta þó sér í lagi í íslenskum þáttum.
Steinunn Þórisdóttir, 20.10.2008 kl. 12:00
haha það er ótrúlegt hvað fólk nennir að vera svartsýnt er ekki þannig tími núna að við eigum að gleðjast og reyna að sjá það góða í öllu og öllum;)
Guðjón ertu ekki bara alltof líkur honum Georgi mér finnst það nú svona hvernig þú skrifar. Þér finnst ekkert fyndið við það að vera svona mikill vitleysingur :) hann er bara fyndinn karakter og allt við dagvaktina er bara fyndið. koma svo og sýna smá jákvæðni. Svartir englar eru ágætis þættir mættu vera með betra leikara í hlutverkunum þar:) Hafið þið góðan dag elskurnar :)
P (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 13:35
Svartir Englar eru bara nokkuð góðir að mínu viti sem er kannski ekki ykja mikið en hvað um það.Mér finnst eins og hún Ólafía Hrönn hefði ekki átt taka þessu hlutverki mér finnst það ekki sæma henni sem leikkonu,góðri né heldur þessum sem leikur kokkinn.Hinir tveir eru fínir í sínum stykkjum,það einhvernveginn er fast við þá að leika svona fígúrur.Birnas
birnas (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 13:42
Ég sé ekki að það komi þér neitt við hvað stöð 2 framleiðir marga þætti, þetta er einkarekið fyrirtæki og ef þér líkar ekki dagskráin segðu þá upp áskriftini og horfðu bara á rúv. Þó að þú hafir ekki húmor fyrir dagvaktini og fleiri þáttum þá þarft þú ekki að rakka þá niður. Hlutirnir eru einfaldlega þannig að fólk hefur mismunandi skoðanir mér t.d. þykir dagvaktin vera fyndnasti þáttur sem hefur nokkurn tíman verið gerður á íslandi og þó víðar væri leitað.
Er ég þá bara heimskur kvenn hatari eða hvað ? ( ekki það að ég fái fyrir nokkurn mun skilið hvernig þú færð það út að þátturinn geri líitð úr konum )
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 13:52
bara að smáathugasemd, svartir englar, er það ekki lögreglan?? kanski misskil ég þetta, en ég tek það alla vega svo að laganna verðir fái þetta fína nafn,:)
engin ástæða að leggjast í þunglyndi yfir því held ég. Get ekki sagt mína skoðun á Dagvaktinni, hef ekki stöð 2. En englarnir eru fínir, gæti alveg verið hægt að fá smá gjaldeyri hjá "vinaþjóðum" okkar Evrópu með sölu á þeim til sjónvarpsstöðvanna þar. Reyndar sagði illkvittinn kunningi minn að til að geta fylgst með Englunum þurfi að hafa heilasellur í lagi, en þess þurfi ekki við áhorf á Dagvaktina hehe. En hann er nú líka svo drýldinn karlinn.
Dísa (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 16:00
Það er gott mál að fá umræðu en fólk má passa sig að vera ekki hörundsárt í þessu.Mér finnst okkur komi það við sem unnið er á stöð2 þar sem við kaupum dagskránna alveg á sama hátt og RUV sem er okkar eign og við borgum fyrir hvort sem við viljum eður ey.
Guðjón H Finnbogason, 20.10.2008 kl. 16:34
Mér þætti gaman að fá að vita hvað þú telur vera kvennniðurnýðsla í dagvaktini.
Ég fæ ekki betur séð en að kona sé þar í aðalstjórnunarstarfi og fari mjög illa með karlmenn sem er kannski eitthvað nýtt á nálini.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 16:45
Það er alveg hægt að horfa á Svarta engla, en þetta er ekkert eitthvað "high class" sjónvarpsefni eins og margir hérna eru að gefa í skyn. Mér finnst áberandi hvað leikararnir standa sig illa. Ég fæ það oft á tilfinningunni að maður sé að hlusta á fólk lesa upp úr handriti, svo ósannfærandi er leikurinn á köflum. Dagvaktin er heldur ekki gallalaus þáttur, en mér þykir hinsvegar Dagvaktin vera miklu skemmtilegri heldur en forverinn; Næturvaktin, sem mér finnst vera ein ofmetnasta þáttaröð í íslensku sjónvarpi frá upphafi. Mér fannst Næturvaktin ekki vera léleg, bara engan veginn eins góð og fólk hélt fram. Það mun aldrei neinn grínþáttur á Íslandi toppa Fóstbræður. Það er bara staðreynd!
Ingólfur (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 18:59
Það á nú að vera hægt að ræða í rólegheitum hvað manni líkar og hvað ekki. Ég, til dæmis, horfði fyrst á Dagvaktina í gærkvöldi og hafði ógurlega gaman af. Móðir mín, sem er á níræðisaldri, kom mér inn í málin á þeim bænum. Ég hugsa að héðan af heimsæki ég hana á hverju sunnudagskvöldi.
Ég á erfitt með að fylgjast með söguþræðinum í Svörtum englum. Ég reyndar missti af þeim í gær en horfi líklega á endursýningu á morgun. Þeir eru samt vel unnir held ég og vandaðir.
Kveðjur inn í nóttina.
Rúna Guðfinnsdóttir, 20.10.2008 kl. 21:15
Svartir englar er dæmigert refabú og laxeldi. Einn byrjar á glæpaþáttum og þá þurfa allir að gera það. Leikararnir og umgjörðin er asnaleg. Bara ef löggan væri svona í alvöru!
Hvað líður að dagvaktinni þá er æði margt sem þar fer fram. Tökum dæmi:
Georg er dæmigerð menntamanneskja sem er í sínum eigin heimi. Hann hefur átt töff líf og það kannast eflaust allir við einstakling í sínu lífi sem er eins og eða svipaður og Georg. Besta er að Georg er komin í sjálfsskoðun í þessum þáttum. Hann er utanvelta og er að takast á við fortíðina.
ólafur Ragnar er snilld. Hann er hnakki, fyrir þá sem það þekkja. Hann er nútímaútgáfa af saklausum dreng sem vill meika það. Við erum nú þegar með svona fólk, ungmenni í framhaldsskólum sem eru sykurbrúnir, fataóðir, með allt það flottasta, og vilja lifa í heimi sem er ekki til, eða hefur verið skapaður af MTV eða öðru. Við erum að fást við einstaklinga í skólum landsins sem t.d. hafa verið aldnir upp á því að þeir geti allt. Orðið forrík á hlutabréfum og fleira. Hann er dæmi um það sem er!
Daníel. Er utanvelta einstaklingur sem er í tilvistarkreppu með sjálfan sig. Sitt eigið sjálfsmat. Hann er eldklár, en hræddur að fást við ábyrgð, ss. samband, nám, og fleira. Hann er annað dæmi um fólk sem er til og það kvelst... Svona er það bara!
Dagvaktin er dæmigert Ísland. Það ætti að vera gott fyrir alla að kynna sér dagvaktina, bæði heima hjá sér, og í kringum sig. Við erum jú öll á einhversskonar vakt, hvort sem það er dagur eða nótt!
Þar til næst...
Hvítur á leik, 20.10.2008 kl. 21:56
Ég hef ekki stöð 2 þannig að Dagvaktina hef ég aldrei séð Guðjón, en Svarta engla get ég vel horft á. Ég er svo heppinn að hafa erlenda stöð sem mér finnst skemmtileg og ég hika ekki við að skifta ef mér líkar ekki það sem er á RÚV. Læt sjónvarpsefnið ekki pirra mig eina sekúntu.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 20.10.2008 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.