Þriðjudagur, 21. október 2008
Arancini að hætti Carmelu
Uppskrift fyrir fjóra til fimm:
Grjón:
500 g hrísgrjón (Carnaroli eða Roma))
1 1/2 l vatn
1 súputeningur (kjöt)
2 egg
25 g nýrifinn parmesanostur
25 g smjör
1 hylki saffran (ca.1/4 - 1/2 tsk)
Fylling:
300 g magurt svínahakk eða blandað kálfa og svína
1/2 laukur
1 lítil gulrót
1 msk jómfrúrólífuolía
1 lítið glas af þurru hvítvíni
200 g tómatar í dós (Cirio)
2 msk tómatpuré
salt og pipar
óriganó
1 bolli kjötkraftur
hnefafylli grænar baunir (ferskar eða frystar)
vænn ostbiti, t.d. gouda skorinn í litla bita
ca 3/4 l matarolía til að steikja upp úr (t.d. sólblóma eða jarðhnetuolía)
egg og raspur til að velta upp úr
Sjóðið vatnið ásamt súputening. Um leið og suða kemur upp, skellið grjónum þá út í pottinn. Þegar grjónin hafa drukkið í sig allan vökva, slökkvið þá undir potti og bætið þá hrærðum eggjunum, parmesanosti, smjöri og saffran saman við. Blandið vel saman. Dreyfið úr grjónunum í stórt fat og kælið strax.
Fylling:
Saxið grænmeti og yljið í olíu á pönnu ásamt hakkinu. Hellið víni saman við og hrærið vel. Er vínið hefur gufað upp, bætið þá tómötum og puré saman við ásamt kryddi. Látið malla í a.m.k. 1 klst. Bætið baunum út í við lok suðutíma. Ragúsósan skal vera mjög þurr (ólíkt því er um pastasósu er að ræða), því annars lekur fyllingin út.
Hnoðið ca. 15 bolta (á stærð við snjóbolta) úr kaldri grjónablöndunni. Notið tvo fingur til að boru holu inn í ca. miðja kúlu og komið mátulegum skammti þar fyrir af fyllingu (ragú og nokkrum goudaostkubbum). Lokið vel með grjónum aftur fyrir gatið og veltið kúlunum upp úr eggi og svo raspi. Geymið í kæli í 2 tíma. Þjappið á ný vel saman kúlunum með því að þrýsta saman með höndunum. Hitið olíu á víðri djúpri steikingarpönnu sem ekki festist við. Setjið 3-4 cm. lag af olíu á pönnu og hitið vel. Setjið v-bollur á pönnu. Þærr eiga nánast að synda í olíunni. Steikið og snúið varlega þar til gullbrúnar og stökkar. Veiðið arancini-kúlurnar upp úr með fiskispaða og leggið á eldhúspappír til að mesta fitan leki af þeim.
Berið fram volgar í servíettu og bítið í. Namminamm.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
- bjarkey
- bjarnihardar
- dofri
- ellidiv
- estersv
- georg
- gmaria
- gretaulfs
- gudnim
- harhar33
- hector
- helgigunnars
- jp
- juljul
- klossi
- kolbrunerin
- krutti
- ktomm
- liljabjork
- lillagud
- loathor
- maggibraga
- magnolie
- magnusg
- magosk
- margith
- mariaannakristjansdottir
- neytendatalsmadur
- omarpet
- palmig
- pandora
- ranka
- saelkeri
- sax
- sibbulina
- siggagudna
- siggith
- skordalsbrynja
- skulablogg
- slembra
- solir
- steingerdur
- sur
- thrudur
- tildators
- valgerdurhalldorsdottir
- vestskafttenor
- vga
- zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 132628
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.