Salsakarfi

Fyrir 4.

Hráefni

800 g karfi, beinlaus og roðflettur
3-4 msk. heilhveiti
3-4 msk. olía til steikingar
Salsa og ólífur
200 g blaðlaukur, sneiddur
3 stk. tómatar, sneiddir
100 g ólífur, svartar
8-10 stk. hvítlauksrif, sneidd
1 glas salsasósa, mild Aðferð Veltið karfanum upp úr heilhveitinu og steikið í 3-4 mín. Snúið 2-3svar.
Berið fram með salsasósu og ólífum. Salsa og ólífur Snöggsteikið grænmeti og hvítlauk. Hellið sósunni saman við og hitið í gegn. Annað meðlæti Pasta hentar vel með þessum rétti. Sjóðið 200-250 g í léttsöltu vatni með smáslettu af matarolíu. Rifinn parmesanostur er punkturinn yfir i-ið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G Antonia

Líst vel á þessa karfauppskrift.... nammi namm karfi!!

G Antonia, 21.10.2008 kl. 23:47

2 identicon

Ég vann í karfa sem unglingur og það er held ég það síðasta sem ég legði mér til munns. Hann var svo seigur að skera'n. En vel að mmerkja er reyndar ný fari að borða þorsk og farin að fúlsa vð ýsu sem ég borðaði alla mína bernsku.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 07:32

3 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

veistu mér tykjir karfi svo gódur.Ef ég er á ferdini í Bermerhafen í Týskalandi fer ég alltaf í hádeginu á einn besta karfastad í verden...

ætla ad prufa tessa uppskrift tegar ég kem til íslands næst.

Eigdu gódann dag.

Gudrún Hauksdótttir, 22.10.2008 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 132628

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband