Pilaf hrísgrjón með rækjum Frá Matarlist

 

 

 

 

Uppskrift fyrir sex:

500 gr. hrísgrjón
20 ópillaðar rækjur
20 pillaðar rækjur
1 laukur
250 gr. rjómi
Ólífuolía
Sojasósa
Salt og pipar

 

Hellið grjónunum á pönnu (sem festist ekki við) ásamt tveimur msk. af ólífuolíu, salti og pipar og hitið í 2 -3 mín. Hellið öllu í eldfast mót ásamt lauknum skornum í tvennt og ópilluðu rækjunum. Hellið vatni þannig að rétt fljóti yfir og bakið við 200° í 20- 25 mín. Setjið hinar rækjurnar á pönnu ásamt 4-5 msk. af olíu og yljið í 5 mín. Bætið rjómanum þá saman við og 1 msk. af sojasósunni og mallið örlítið þannig að úr verði mátulega þykk sósa. Formið grjónin að vild á diskunum, hellið sósunni yfir og raðið rækjum jafnt yfir. Skreytið með litlum klettasalatblöðum (rucola) eða öðru salati.

 

 

Undirbúningstími: innan við 10 mínútur

 

Eldunartími: rúmur hálftími

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband