Miðvikudagur, 22. október 2008
Skinku og grænmetis snittur
Uppskrift fyrir tólf:
3 stk. Santa Maria Wrap Tortilla
Kryddjurtaostur:
100 gr. rjómaostur
1 skalotlaukur, brytjaður
3 msk. ferskur basil, saxaður
1 msk. ferskt oregano, saxað
2 tsk. ferskur graslaukur, saxaður
1 tsk. ferskur sítrónusafi
1 1/2 tsk. pipar
1/2 tsk. salt
Álegg:
200 gr. gúrka, skorin í þunnar ræmur
1 rauð paprika, skorin í þunnar ræmur
60 ml. edik
9 kálblöð
9 skinkusneiðar, skornar til helminga
Kryddjurtaostur:
Setjið allt innihaldið í skál og blandið saman. Setjið til hliðar.
Álegg:
Setjið gúrkuna og paprikuna í skál og hellið edikinu yfir. Hrærið aðeins í. Setjið til hliðar.
Hitið tortillurnar samkvæmt leiðbeiningunum á umbúðunum. Kælið. Smyrjið hverja tortillu með kryddjurtaostinum. Setjið 3 kálblöð í miðju hverrar tortillu. Setjið síðan skinku, agúrku og papriku ofan á. Rúllið tortillunum upp og skerið í bita. Berið fram.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
- bjarkey
- bjarnihardar
- dofri
- ellidiv
- estersv
- georg
- gmaria
- gretaulfs
- gudnim
- harhar33
- hector
- helgigunnars
- jp
- juljul
- klossi
- kolbrunerin
- krutti
- ktomm
- liljabjork
- lillagud
- loathor
- maggibraga
- magnolie
- magnusg
- magosk
- margith
- mariaannakristjansdottir
- neytendatalsmadur
- omarpet
- palmig
- pandora
- ranka
- saelkeri
- sax
- sibbulina
- siggagudna
- siggith
- skordalsbrynja
- skulablogg
- slembra
- solir
- steingerdur
- sur
- thrudur
- tildators
- valgerdurhalldorsdottir
- vestskafttenor
- vga
- zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nammi namm, þessa verð ég að prófa og líka Salsa-karfann. þær uppskriftir fara í tölvu-uppskriftabókina mína.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.10.2008 kl. 01:04
frábært !!!
G Antonia, 23.10.2008 kl. 02:57
Hvernig stendur á tví ad ég verd alltad svo svöng eftir ad lesa pistilinn tinn????
Eigdu gódann dag.
Ég var ad svara tér á mínu bloggi, med ad einn veitingarstadur er til sölu í bænum mínum og tú mátt kaupa hann
Gudrún Hauksdótttir, 23.10.2008 kl. 08:31
sá að þú hafði komið við hjá mér á Moggabloggonu
....er að flandra fram og til baka á nýju og gömlu bloggsíðunum mínum...kannski að kreppu a......skotinn geri mig svona ruglaða að ég get ekki ákveðið hvar ég á að vera
kveðja og takk fyrir frábærar uppskriftir
Guðný Bjarna, 23.10.2008 kl. 14:12
Ein spurning hér? Ertu ekki vinsælasti maðurinn um borð Guðjón.Alltaf flottur matur
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 15:58
Ég hef aldrei verið vinsæll maður, en maturinn sem ég laga þykir alveg boðlegur.
Guðjón H Finnbogason, 24.10.2008 kl. 20:06
ummmmmmmmmmmmmm
Guðborg Eyjólfsdóttir, 24.10.2008 kl. 23:06
namm girnilegt,eigðu góða helgi
Líney, 24.10.2008 kl. 23:07
Sæll frændi minn Mikið rosalega verður maður svangur að lesa þig ha...ha....ertu bara ekki til í að elda fyrir okkur fjölskylduna...ég sé bara fyrir mér....þig..búinn að setja allt á borðið þegar við komum heim eftir að hafa unnið gull og gersemar dagsins...það er auður hafsins...þreytt og lyktandi af hafinu..... og getað sest að borðum og matast en ekki eiga það eftir að elda eftir annríki dagsins..og my good.. Ég vildi óska þess að ég væri með bankastjóralaun og getað borgað þér fyrir þetta lostæti beint á borðið.En svo ég segi sjálf frá þá er ég bísna góður kokkur...kannski er þetta í genunum..... Kíktu endilega á síðuna mína og vil endilega að biðja þig kæri frændi að koma því áfram sem þar er skrifað...þar er mannslíf í húfi... Bestu kveðjur Kolla í Kollukoti í Vestmannaeyjum
Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 25.10.2008 kl. 06:15
Þakka góðar viðtökur og gaman að sjá að þið heimsækið síðuna. Frænka mín Kolla ég er búinn að senda beiðnina öllum á adresbókinni minni og vona ég að flesstir sendi áfram vonum það góða.Góðar kveðjur til ykkar allra og farið vel með ykkur.
Guðjón H Finnbogason, 25.10.2008 kl. 12:42
Takk fyrir mig og buon apetit. Það verða þá snittur í öllum máltíðum hjá mér í desember þegar ég fæ almennilegt frí... vinna vinna sofa sofa...
Hilmir Arnarson, 25.10.2008 kl. 17:00
mmmmmmmmmmmmmmmmm
Hólmdís Hjartardóttir, 25.10.2008 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.