Grillaður fiskur með sósu

  

 

 

 

 

Uppskrift fyrir tvo:

400 - 450 gr. fiskur að eigin vali, t.d. makríll eða vartari (allur hvítur fiskur er góður í þennan rétt)

Marinering:
4 msk. kóríander
2 msk. hvítlaukur, niðurskorinn
1 tsk. nýmalaður svartur pipar

Sósa:
3 msk. sítrónusafi
1 msk. hvítlaukur, niðurskorinn
1 msk. jalapeño chilli pipar, niðurskorinn
2 tsk. sykur

 

Setjið kóríanderinn, hvítlaukinn og piparinn í blandara. Hrærið vel saman. Þekið fiskinn með maukinu. Vefjið álpappír utan um fiskinn og grillið í ca. 5 til 6 mín. á hverri hlið, eða þar til hann er tilbúinn.

Á meðan fiskurinn er á grillinu, útbúið sósuna.

Setjið sítrónusafann, hvítlaukinn, jalapeño og sykurinn í blandara og hrærið vel saman. Setjið sósuna í skál og berið fram með fiskinum. Einnig er gott að bjóða upp á grænt salat með.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband