Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
Steiktur saltfiskur á bökuðum kartöfluskífum
Fyrir 4
800g vel útvatnaður saltfiskur, roð og beinlaus í 100g bitum.
hveiti
smjör og olía
4-6 bökunarkartöflur, eftir stærð
½ laukur, saxaður
2 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir
3 dl grænmetissoð (eða vatn og teningar)
1 dl rjómi
3 tómatar
salt og pipar
Kartöflur
Afhýðið kartöflurnar og skerið í ½ cm þykkar sneiðar. Steikið sneiðarnar í smá olíu á teflonhúðaðri pönnu, þannig að hver sneið brúnist aðeins og setjið í skál. Steikið laukinn og hvítlaukinn saman í smá olíu án þess að brúna og setjið saman við kartöflurnar, kryddið með salti og pipar. Setjið í eldfast mót og hellið soðinu og rjómanum yfir. Bakið í ofni í 40 mín á 180 c. eða þar til kartöflurnar eru gegneldaðar.
Fiskur
Veltið fiskbitunum upp úr hveiti og steikið gullinbrúnan í olíu og smjöri. Skerið tómatana í sneiðar og leggið ofan á kartöfluformið og fiskbitana þar á. Setjið aftur í ofninn og bakið í nokkrar mínútur í viðbót eða þar til fiskurinn er tilbúinn.
Framreiðsla
Berið fram með salati og hvítlauksbrauði.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Íþróttir | Facebook
Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
- bjarkey
- bjarnihardar
- dofri
- ellidiv
- estersv
- georg
- gmaria
- gretaulfs
- gudnim
- harhar33
- hector
- helgigunnars
- jp
- juljul
- klossi
- kolbrunerin
- krutti
- ktomm
- liljabjork
- lillagud
- loathor
- maggibraga
- magnolie
- magnusg
- magosk
- margith
- mariaannakristjansdottir
- neytendatalsmadur
- omarpet
- palmig
- pandora
- ranka
- saelkeri
- sax
- sibbulina
- siggagudna
- siggith
- skordalsbrynja
- skulablogg
- slembra
- solir
- steingerdur
- sur
- thrudur
- tildators
- valgerdurhalldorsdottir
- vestskafttenor
- vga
- zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er gott.
Sjálfur hef ég verið að gera tilraunir með hjörtu, nei ekki ástina, bara kindahjörtu.
Ég set pott á heita hellu, sker alla fitu af hjartanu og sker það í næfurþunnar sneiðar. Þegar potturinn er sjóðheitur steiki ég hjörtun og krydda með kjúklingakryddi, eftir um 2 mínútur set ég frosið grænmeti samanvið. Ég bæti síðan rauðvínsediki og eina teskeið af sykri út í.
Fjögur hjörtu kosta um 160 krónur en ég geri ráð fyrir einu hjarta á mann.
Semsagt, góður matur sem kostar um 300 krónur sem gera innan við 100 krónur á mann.
Benedikt Halldórsson, 13.11.2008 kl. 16:58
Þetta ætla ég örugglega að prófa!
Sigrún (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.