Þriðjudagur, 2. desember 2008
Nautalundir "Wellington"
|
Aðalréttur fyrir 6 Innihald: 1 stk Nautalund (c.a. 1 kg) 200 gr Smjördeig 1 stk Egg til pennslunar 50 gr Kjörsveppir, fínt saxaðir 100 gr Laukur, fínt saxaður 2 gre Steinselja, fínt söxuð 100 gr Smjör 1 stk Hvítlauksgeiri, fínt saxaður Nautahakksmauk (Duxelles): Brauðraspur Salt og pipar Aðferð:
1 Hreinsið nautalundirnar, bindið upp með steikingargarni og brúnið vel á pönnu. Steikið í 200 gráðu heitum ofni í 10 mín. Kælið vel. 2 Notið afskurðinn af nautalundunum í duxelið eða maukið sem fer utan um lundirnar, saxið fínt eða hakkið. 3 Bræðið smjörið á pönnu og bætið kjöthakki á, ásamt sveppum, hvítlauk og lauk. Kryddið til með salti og pipar. Bætið steinselju við og sjóðið stutta stund. Þurrkið upp með brauðraspi og kælið. 4 Fjarlægið bandið eða netið af lundunum og kryddið þær með salti og pipar. Takið smjördeigið, fletjið það út í hæfilega þykkt og skerið til. 5 Smyrjið duxelle á miðju deigsins og leggið lundina ofaná. Setjið duxelle ofaná lundina og "pakkið" lundinni inn í deigið en lokið samskeytum með því að pensla með eggjum. 6 Leggið réttinn á smurða plötu og pennslið með eggjum. Notið afskurð deigsins í skreytingar og penslið þær einnig. 7 Bakið í 30-40 mín við 200 gráður (Kjarnhiti 65 gráður(Medium)). 8 Látið standa í nokkrar mínútur áður en fyrirskurður fer fram. 9 Framreiðið með madeirasósu eða rauðvínssósu og grænmeti (Kartöflur óþarfar).
|
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Íþróttir | Facebook
Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
dofri
-
ellidiv
-
estersv
-
georg
-
gmaria
-
gretaulfs
-
gudnim
-
harhar33
-
hector
-
helgigunnars
-
jp
-
juljul
-
klossi
-
kolbrunerin
-
krutti
-
ktomm
-
liljabjork
-
lillagud
-
loathor
-
maggibraga
-
magnolie
-
magnusg
-
magosk
-
margith
-
mariaannakristjansdottir
-
neytendatalsmadur
-
omarpet
-
palmig
-
pandora
-
ranka
-
saelkeri
-
sax
-
sibbulina
-
siggagudna
-
siggith
-
skordalsbrynja
-
skulablogg
-
slembra
-
solir
-
steingerdur
-
sur
-
thrudur
-
tildators
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vestskafttenor
-
vga
-
zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.8.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 133124
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.