Ofnbakað tacos með osti og salsasósu

Uppskrift fyrir fjóra:

350 gr. Santa Maria Chunky salsasósa
6 stk. Santa Maria taco skeljar, brotnar í litla bita
100 gr. rifinn ostur
1/2 laukur, niðurskorinn
1 msk. olía til steikingar

Til skreytingar:
Sýrður rjómi, niðurskornir jalapeños, niðurskorinn lárpera (avocado) Forhitið ofninn í 180°C. Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn þar til hann verður mjúkur, ca. 1 til 2 mín. Hellið salsasósunni út á. Látið sjóða. Lækkið hitann. Látið malla í 3 til 4 mín. Setjið helminginn af taco skelja bitunum í botninn á eldföstu móti. Hellið helmingnum af sósunni yfir og setjið síðan helmingin af ostinum ofan á. Setjið síðan afganginn af taco skelja bitunum ofan á ostinn, afganginn af sósunni ofan á, og að lokum afgangin af ostinum. Bakið í ofni í 10 til 15 mín., eða þar til osturinn er bráðnaður. Skreytið með sýrðum rjóma, jalapeño sneiðum og lárperu sneiðum. Berið fram strax.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband