Súrsætur fiskur

Uppskrift fyrir tvo:

150 gr. ýsa eða annar fiskur
1 krukka Amoy Sweet and Sour sósa
Nokkrir ananasbitar
Olía til steikingar

Soppa:
1 eggjahvíta
1 dl. maísenamjöl
1 dl. hveiti
1 dl. vatn

Beinhreinsið fiskinn og skerið í bita.

Útbúið soppuna:
Þeytið eggjahvítuna þar til hún verður hvít og létt. Bætið vatni út í og þeytið. Þeytið maísenamjölinu næst saman við og síðast hveitinu.

Setjið fiskinn út í soppuna og djúpsteikið í heitri olíu þar til fiskurinn fær
gullbrúnan lit. Fjarlægið og setjið á grind svo að olían renni af. Hitið 1 msk. af olíu, bætið út í súrsætu sósunni og látið krauma. Setjið loks fiskinn og ananasbitana út í sósuna og hrærið saman. Berið fram vel heitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 20
  • Sl. sólarhring: 57
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 132686

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband