Fimmtudagur, 8. janúar 2009
Heilsteiktar nautalundir með kremuðum blönduðum sveppum og grískum kartöflum
(Fyrir 4 )
Hráefni
700-800 g nautalundir (sinahreinsaðar)
salt og pipar
2 msk. smjör
1 stk. hvítlauksgeiri (kraminn)
Aðferð
Steikið nautalundina í smjörinu og hvítlauknum á heitri pönnu á öllum hliðum þannig að hún lokist alveg, þá er hún sett inní 200° heitan ofn í ca.15 mín. eða þar til að kjarnhitinn verði ca. 65° (medium) þá er lykilatriði að hún fái að standa úti á borði í lágmark 15 mín. áður en hún er skorin í sneiðar.
Kremaðir blandaðir sveppir
Hráefni
300 g blandaðir sveppir, skornir í grófa bita (t.d. flúða, portobello, shitaki, ostru)
shallottlaukur (fínt saxaður)
2 msk. olía
1 dl nautasoð (eða einn teningur leystur upp í vatni)
3 dl rjómi
1 msk. smjör
1 tsk. dijonsinnep
1 msk. söxuð steinselja
salt og pipar
Aðferð
Steikið sveppina og laukinn í olíunni á heitri pönnu þar til sveppirnir byrja að mýkjast, þá er restinni bætt út á pönnuna og látið sjóða í 2-3 mín. og smakkað til með salti og pipar. Ath. þetta verður líka sósan, þess vegna má þetta vera svolítið rennilegt.
Grískar kartöflur
Hráefni
400 g kartöflur (skrældar, skornar í bita og soðnar)
3 msk. saxaðar ólífur
2 msk. fetaostur í kryddolíu
3 msk. af olíunni af fetaostinum
1 tsk. saxaður hvítlaukur
1 msk. söxuð steinselja
salt og pipar
Aðferð
Öllu blandað saman og sett í eldfast mót. bakað í ofni í ca. 10 mín
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Íþróttir | Facebook
Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
dofri
-
ellidiv
-
estersv
-
georg
-
gmaria
-
gretaulfs
-
gudnim
-
harhar33
-
hector
-
helgigunnars
-
jp
-
juljul
-
klossi
-
kolbrunerin
-
krutti
-
ktomm
-
liljabjork
-
lillagud
-
loathor
-
maggibraga
-
magnolie
-
magnusg
-
magosk
-
margith
-
mariaannakristjansdottir
-
neytendatalsmadur
-
omarpet
-
palmig
-
pandora
-
ranka
-
saelkeri
-
sax
-
sibbulina
-
siggagudna
-
siggith
-
skordalsbrynja
-
skulablogg
-
slembra
-
solir
-
steingerdur
-
sur
-
thrudur
-
tildators
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vestskafttenor
-
vga
-
zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 132979
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.