Heilsteiktur nautavöðvi í steikarpotti

Undirbúningur og eldun: 1 klst og 20 mín
Fyrir 6

1,5 kg beinlaus nautavöðvi, (t.d. biti úr innralæri)
olía til steikingar
salt og pipar
4 kartöflur, meðalstórar
1 gulrót
100g steinseljurót
1 rauð paprika
8 skalotlaukar
2 hvítlauksgeirar
200g sveppir
1 msk balsamic edik
1 tsk sykur
4 dl nautasoð, eða vatn og teningar
½ búnt steinselja
½ tsk timjan
2 tómatar

Undirbúningur
Afhýðið og skerið kartöflurnar í teninga ásamt gulrótinni, steinseljurótinni og paprikunni. Afhýðið skalotlaukinn, saxið hvítlaukinn og skerið sveppina í tvennt

Matreiðsla
Hitið olíuna á pönnu og brúnið vöðvann vel, kryddið salti og pipar, setjið í steikarpott eða stórt eldfast mót með loki.. Brúnið laukinn á pönnunni og bætið svo restinni af grænmetinu á og kryddið með salti, pipar og timjan. Hellið grænmetinu í pottinn með kjötinu og bætið í soðinu, sykrinum, edikinu og söxuðum tómötunum. Lokið pottinum og setjið í 150 c heitan ofn í klukkutíma eða þar til kjöthitamælir sýnir 62 c. Látið kjötið standa undir stykki í 10 mín áður en það er skorið.

Sósan
Sigtið grænmetið frá soðinu og setjið soðið í pott og þykkið með sósujafnara eða maisenamjöli úthrærðu í köldu vatn, bragðbætið með kjötkrafti.

Framreiðsla
Berið réttinn fram með grænmetinu, sósunni og soðnum hrísgrjónum. Basmati & wild grjón henta vel með svona réttum sem og gróft brauð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ótrúlega girnilegar uppskrifti á þessu bloggi. Ætla örugglega að prufa þessa fljótlega.

Takk.

Auður (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 23:54

2 Smámynd: Guðmundur Gunnarsson

Þetta er býsna karlmannlegur réttur, ég mun örugglega pprófa hann fljótlega!

Guðmundur Gunnarsson, 9.1.2009 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband