Pönnupasta M/nautakjöti og grænmeti.

 

 

Hráefni.

400 gr pasta t.d. tadliatelle

500 gr magurt nautakjöt

2 msk sítrónusafi

2 msk sojasósa

1 msk ostrusósa

2-3 hvítlauksrif

2 msk ólífurolía

1 rauð paprika

4 skalottulaukar

1. Sjóðið pasta sæmkvæmt leiðbeinigum á pakka. 2. Skerið kjötið í litla strimla. 3. Blandið saman sítrónusafa, soja og ostrusósu og mörðum hvítlauksrifum. Hellið yfir kjötstrimlana og geymið í ísskáp í einn klukkutíma. 4. Hitið ólífurolíuna á pönnu, setjið kjötstrimlana ásamt kryddleginum út á og hitið þar til kjötið er meyrt. Takið kjötið upp úr pönnunni. 5. Skerið papriku í bita og hreinsið skalottulauk. Hitið í olíu og blandið saman við kjötið og soðið pasta.

Sósa.

4 msk ólífurolía

1 msk edik

1 msk sítrónusafi

1 hvítlauksrif

1 msk graslaukur

6. Setjið ólífurolíu, edik, sítrónusafa, marið hvítlauksrif og fínsaxaðan graslauk í pott og hitið. Hellið sósunni yfir pastaréttinn eða berið hann fram sér.

Meðlæti: Berið fram með grófu brauði.

Val á víni: Einfalt en gott Ítalskt rauðvín er bessta vínið með pasta. Santa Cristina og Corvo eru ódýr en góð.

Uppskriftin er fyrir fjóra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

innlitskvitt - mjög freistandi uppskriftir á síðunni þinni

Sigrún Óskars, 15.1.2009 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 20
  • Sl. sólarhring: 57
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 132686

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband