Innbakað Lambafille með villisveppafyllingu

 

Lamb:

2 meðal stór lambafille

salt og pipar

olía til steikingar

150 gr smjördeig

1 eggjarauða til penslunar

 

Sveppafylling:

100 gr villisveppir

50 gr furuhnetur

1 stk skalottlaukur

½ dl madeira

½ dl rjómi

salt og pipar

brauðraspur (ekki paxo)

 

Sveppir, laukur og hnetur er saxað mjög fínt. (hnetur ekki of fínt). Steikt á pönnu og madeira hellt saman við og soðið niður. Rjómanum bætt saman við og raspinum soðið þar til hæfileg þykkt er komin.

 

Lambafilleið er snyrt og brúnað á pönnu og kryddað. Kælið kjötið.

Smjördeigið er gatað og kjötið sett ofan á það, fyllingunni smurt ofan á kjötið og smjördeiginu lokað með samskeytin undir kjötinu, penslið deigið með eggjarauðu. Bakað við 180°C og tekið út áður en kjötið er of steikt. Þetta tekur 15-25 mín eftir smekk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband