Fylltur kjúklingur á ítalska vísu

 

200 g spínat

60 g hvítlaukssmjör

50 g smjör

½ dl rjómi

7 stk stórar kartöflur

4 stk kjúklingabringur

1 stk sítróna

basil (1 búnt)

Parmaskinka 4 góðar sneiðar

salt og pipar

 

Matreiðsla

Kjúklingabringurnar eru fylltar með hvítlaukssmjörinu og Parmaskinkunni. Brúnaðar á pönnu ca. 1 mín hvor hlið, síðan bakaðar í ofni í 10 mín við 180 gráður.

Spínatið er steikt á pönnu með smá smjöri, salti og pipar. Kartöflustappan er búin til úr soðnum kartöflunum, smjöri, rjóma, salti, pipar og basil eftir smekk. Gott er að kreista sítrónu yfir kjúklingin áður en hann er borinn fram.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Girnilegar uppskriftir

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.10.2008 kl. 23:48

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ohhhhhhhh, ég les allar þínar uppskriftir með athygli, prenta sumar út og er búin að prófa nokkrar. Takk frá hjartabotni.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 2.11.2008 kl. 12:07

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Þetta eru meiriháttar uppskriftir sem að þú kemur með, á nú eftir að prófa þær með tímanum. Kærar þakkir

Kristín Gunnarsdóttir, 2.11.2008 kl. 15:26

4 Smámynd: G Antonia

þennan elda ég í kveeld!  Takk fyrir þetta "frændi"   kær kveðja

G Antonia, 2.11.2008 kl. 16:39

5 Smámynd: G Antonia

Á þetta að vera spínat eitt búnt??

G Antonia, 2.11.2008 kl. 16:42

6 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sælar allar.þakka fyrir að þið getið notið uppskriftanna.Spínat er í pokum og þú notar af því sem uppskriftin segir,eða finnur það sem þú vilt það er hægt að breyta líka svona eins og manni langar í.Kærar kveðjur

Guðjón H Finnbogason, 2.11.2008 kl. 21:55

7 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ég  var med tennann rétt á laugardaginn.Geggjadur.

Hér bordudu margir ástralar og lofudu eldamennskuna á bænum.

Takk takk.

Gudrún Hauksdótttir, 3.11.2008 kl. 07:41

8 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Gaman að því þegar drottningin í Jyderup notar uppskrift frá mér og heppnast vel æðislegt.Þakka fyrir mig og kærar kveðjur.

Guðjón H Finnbogason, 3.11.2008 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband